Brexit-ráðherra segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2018 09:26 Dominic Raab yfirgefur Downingstræti 10. EPA/ANDY RAIN Dominic Raab, Brexit-ráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna samningsdraga sem eru nú til umræðu. Hann segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin og nefnir fyrir því tvær ástæður. Raab segir samningsdrögin, eins og þau snúa að Norður-Írlandi, í raun ógna samheldni konungsveldisins. Hin ástæðan var sú að það væri óásættanlegt að Evrópusambandið hefði neitunarvald um það hvort Bretar gætu í raun slitið sig að fullu frá sambandinu. Þar að auki sagði Raab í yfirlýsingu sinni að hann gæti ekki séð að skilyrði draganna standist þau loforð sem ríkisstjórnin gaf bresku þjóðinni. Raab birti bréfið sem hann sendi Theresu May, forsætisráðherra á Twitter um skömmu fyrir níu í morgun.Today, I have resigned as Brexit Secretary. I cannot in good conscience support the terms proposed for our deal with the EU. Here is my letter to the PM explaining my reasons, and my enduring respect for her. pic.twitter.com/tf5CUZnnUz — Dominic Raab (@DominicRaab) November 15, 2018 May tilkynnti í gær að hún hefði tryggt sér stuðning ráðherra ríkisstjórnar sinnar, eftir fimm klukkustunda ráðherrafund. Fjölmiðlar í Bretlandi segja þó nokkra ráðherra hafa mótmælt samningsdrögunum harðlega og einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir íhuga að leggja fram vantrauststillögu gegn henni. Raab er tuttugasti ráðherrann sem segir af sér á undanförnum tveimur árum. Talið er að afsögn hans muni leiða til fleiri afsagna í ríkisstjórn May. Owen Smith, þingmaður Verkamannaflokksins, segir afsögn Raab segja allt sem segja þurfi um drögin. Raab hafi tekið þátt í samningsviðræðunum og hjálpað við að kynna drögin öðrum ráðherrum. Hann kallaði eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Esther McVey, lágt settur ráðherra í ríkisstjórninni, hefur einnig sagt af sér. Í bréfi hennar til May sagði hún mikilvægt að tryggja að farið yrði eftir vilja þjóðarinnar og slíta tengsl Bretlands við ESB. Hún sagði þau samningsdrög sem nú eru til umræðu ekki gera það.Earlier this morning I informed the Prime Minister I was resigning from her Cabinet pic.twitter.com/ZeBkL5n2xH — Esther McVey (@EstherMcVey1) November 15, 2018 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Dominic Raab, Brexit-ráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna samningsdraga sem eru nú til umræðu. Hann segir samvisku sína ekki leyfa sér að styðja drögin og nefnir fyrir því tvær ástæður. Raab segir samningsdrögin, eins og þau snúa að Norður-Írlandi, í raun ógna samheldni konungsveldisins. Hin ástæðan var sú að það væri óásættanlegt að Evrópusambandið hefði neitunarvald um það hvort Bretar gætu í raun slitið sig að fullu frá sambandinu. Þar að auki sagði Raab í yfirlýsingu sinni að hann gæti ekki séð að skilyrði draganna standist þau loforð sem ríkisstjórnin gaf bresku þjóðinni. Raab birti bréfið sem hann sendi Theresu May, forsætisráðherra á Twitter um skömmu fyrir níu í morgun.Today, I have resigned as Brexit Secretary. I cannot in good conscience support the terms proposed for our deal with the EU. Here is my letter to the PM explaining my reasons, and my enduring respect for her. pic.twitter.com/tf5CUZnnUz — Dominic Raab (@DominicRaab) November 15, 2018 May tilkynnti í gær að hún hefði tryggt sér stuðning ráðherra ríkisstjórnar sinnar, eftir fimm klukkustunda ráðherrafund. Fjölmiðlar í Bretlandi segja þó nokkra ráðherra hafa mótmælt samningsdrögunum harðlega og einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir íhuga að leggja fram vantrauststillögu gegn henni. Raab er tuttugasti ráðherrann sem segir af sér á undanförnum tveimur árum. Talið er að afsögn hans muni leiða til fleiri afsagna í ríkisstjórn May. Owen Smith, þingmaður Verkamannaflokksins, segir afsögn Raab segja allt sem segja þurfi um drögin. Raab hafi tekið þátt í samningsviðræðunum og hjálpað við að kynna drögin öðrum ráðherrum. Hann kallaði eftir því að May boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Esther McVey, lágt settur ráðherra í ríkisstjórninni, hefur einnig sagt af sér. Í bréfi hennar til May sagði hún mikilvægt að tryggja að farið yrði eftir vilja þjóðarinnar og slíta tengsl Bretlands við ESB. Hún sagði þau samningsdrög sem nú eru til umræðu ekki gera það.Earlier this morning I informed the Prime Minister I was resigning from her Cabinet pic.twitter.com/ZeBkL5n2xH — Esther McVey (@EstherMcVey1) November 15, 2018
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40