Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/AP Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. Í gær tilkynnti Avigdor Lieberman varnarmálaráðherra um afsögn sína í mótmælaskyni. Lieberman sagði að með gerð vopnahlésins væru Ísraelar að „láta undan kröfum hryðjuverkamanna“ og að hann myndi ekki geta horft í augu kjósenda ef hann héldi áfram starfi sínu. Lieberman er leiðtogi flokksins Ísrael Beitenu sem hefur verið hluti ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Með afsögn Liebermans tekur flokkurinn sér hins vegar sæti í stjórnarandstöðu og er meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi orðinn ansi þunnur; 61 sæti gegn 59 sætum stjórnarandstöðu. Þótt Lieberman hafi kallað eftir nýjum kosningum í gær sagði Jonatan Urich, upplýsingafulltrúi Líkúd, flokks Netanjahús, að það væri óþarfi. Ríkisstjórnin gæti haldið áfram út kjörtímabilið. Netanjahú varði gerð vopnahlésins í gær. Sagði Hamas hafa grátbeðið um að vopnahlé yrði gert. Á minningarathöfn fyrir David og Paula Ben-Gurion sagði forsætisráðherrann að hann vildi ekki tjá sig um framtíð Gasasvæðisins en að hann myndi hafa hagsmuni Ísraela í forgangi. Nú tekur Netanjahú við varnarmálaráðuneytinu af Lieberman. Í ritstjórnargrein Jerusalem Post vegna þessa sagði að slíkt ætti ekki að líðast. „Það þurfa að vera takmörk fyrir því hvað forsætisráðherrann getur gert,“ sagði í greininni og var enn fremur minnt á að Netanjahú væri einnig utanríkisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. Í gær tilkynnti Avigdor Lieberman varnarmálaráðherra um afsögn sína í mótmælaskyni. Lieberman sagði að með gerð vopnahlésins væru Ísraelar að „láta undan kröfum hryðjuverkamanna“ og að hann myndi ekki geta horft í augu kjósenda ef hann héldi áfram starfi sínu. Lieberman er leiðtogi flokksins Ísrael Beitenu sem hefur verið hluti ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Með afsögn Liebermans tekur flokkurinn sér hins vegar sæti í stjórnarandstöðu og er meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi orðinn ansi þunnur; 61 sæti gegn 59 sætum stjórnarandstöðu. Þótt Lieberman hafi kallað eftir nýjum kosningum í gær sagði Jonatan Urich, upplýsingafulltrúi Líkúd, flokks Netanjahús, að það væri óþarfi. Ríkisstjórnin gæti haldið áfram út kjörtímabilið. Netanjahú varði gerð vopnahlésins í gær. Sagði Hamas hafa grátbeðið um að vopnahlé yrði gert. Á minningarathöfn fyrir David og Paula Ben-Gurion sagði forsætisráðherrann að hann vildi ekki tjá sig um framtíð Gasasvæðisins en að hann myndi hafa hagsmuni Ísraela í forgangi. Nú tekur Netanjahú við varnarmálaráðuneytinu af Lieberman. Í ritstjórnargrein Jerusalem Post vegna þessa sagði að slíkt ætti ekki að líðast. „Það þurfa að vera takmörk fyrir því hvað forsætisráðherrann getur gert,“ sagði í greininni og var enn fremur minnt á að Netanjahú væri einnig utanríkisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32
Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36