Frítt að borða í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Brynjólfur Sigurðsson, matráður í Aratungu í Bláskógabyggð sem eldar ofan í leik og grunnskólabörnin á staðnum. Jóna Kolbrún Kjartansdóttir Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt samhljóða að skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna í sveitarfélaginu verði gjaldfrjálsar frá 1. janúar 2019. Í bókun vegna málsins var tekið fram að það sé gert til að stuðla að réttindum barna í sambandi við heilsu og næringu og vísað til leiðbeininga á heimasíðu landlæknis um næringu skólabarna. Í Bláskógabyggð eru reknir tveir grunnskólar, annars vegar Bláskógaskóli í Reykholti og hins vegar Bláskógaskóli á Laugarvatni, og er leikskóli samrekinn með grunnskólanum á Laugarvatni. Í Reykholti er síðan leikskólinn Álfaborg. Elstu nemendur skólans á Laugarvatni sækja nám í valgreinum í Reykholt. Sveitarfélagið rekur mötuneyti í Reykholti sem þjónar leik- og grunnskóla þar, en samningur er við Menntaskólann á Laugarvatni um kaup á mat fyrir leik- og grunnskólabörn á Laugarvatni. Áhersla er á að bjóða upp á hollan og góðan mat og að hráefni úr héraði verði nýtt í auknum mæli, en mikil matvælaframleiðsla er í Bláskógabyggð.Brynjólfur hefur nóg að gera alla virka daga vikunnar við að hræra í pottunum í Aratungu.Jóna Kolbrún Kjartansdóttir86 nemendur eru í Bláskógaskóli í Reykholti og 27 eru í leikskólanum Álfaborg sem er líka í Reykholti. 73 nemendur eru í leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Íbúar í Bláskógabyggð voru 1.115 hinn 1. janúar 2018. Kostnaður sveitarfélagsins við að bjóða ókeypis máltíðir fyrir leik- og grunnskólabörn nemur um 15 milljónum króna á ársgrundvelli. „Þessi breyting tryggir öllum börnum aðgengi að hollum og góðum mat á skólatíma, auk þess sem létt er undir með barnafjölskyldum. Það er ánægjulegt að geta gert þessa breytingu og ekki annað að sjá en ánægja sé með þetta á meðal íbúa“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Bláskógabyggð Stj.mál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt samhljóða að skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna í sveitarfélaginu verði gjaldfrjálsar frá 1. janúar 2019. Í bókun vegna málsins var tekið fram að það sé gert til að stuðla að réttindum barna í sambandi við heilsu og næringu og vísað til leiðbeininga á heimasíðu landlæknis um næringu skólabarna. Í Bláskógabyggð eru reknir tveir grunnskólar, annars vegar Bláskógaskóli í Reykholti og hins vegar Bláskógaskóli á Laugarvatni, og er leikskóli samrekinn með grunnskólanum á Laugarvatni. Í Reykholti er síðan leikskólinn Álfaborg. Elstu nemendur skólans á Laugarvatni sækja nám í valgreinum í Reykholt. Sveitarfélagið rekur mötuneyti í Reykholti sem þjónar leik- og grunnskóla þar, en samningur er við Menntaskólann á Laugarvatni um kaup á mat fyrir leik- og grunnskólabörn á Laugarvatni. Áhersla er á að bjóða upp á hollan og góðan mat og að hráefni úr héraði verði nýtt í auknum mæli, en mikil matvælaframleiðsla er í Bláskógabyggð.Brynjólfur hefur nóg að gera alla virka daga vikunnar við að hræra í pottunum í Aratungu.Jóna Kolbrún Kjartansdóttir86 nemendur eru í Bláskógaskóli í Reykholti og 27 eru í leikskólanum Álfaborg sem er líka í Reykholti. 73 nemendur eru í leik- og grunnskóla á Laugarvatni. Íbúar í Bláskógabyggð voru 1.115 hinn 1. janúar 2018. Kostnaður sveitarfélagsins við að bjóða ókeypis máltíðir fyrir leik- og grunnskólabörn nemur um 15 milljónum króna á ársgrundvelli. „Þessi breyting tryggir öllum börnum aðgengi að hollum og góðum mat á skólatíma, auk þess sem létt er undir með barnafjölskyldum. Það er ánægjulegt að geta gert þessa breytingu og ekki annað að sjá en ánægja sé með þetta á meðal íbúa“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.
Bláskógabyggð Stj.mál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira