Útlitið kolsvart fyrir Kristersson eftir skilaboð Annie Lööf Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2018 08:49 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent