Vill kanna þýðingar á lögum á fleiri tungur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2018 06:00 Ferðamönnum og útlendingum hér á landi hefur fjölgað. vísir/vilhelm Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort við séum að sinna því nægjanlega að kynna erlendum ferðamönnum og ríkisborgurum hér á landi þær reglur sem hér gilda. Bagalegt sé ef þýðingar á lögum eru ekki uppfærðar reglulega. Engin heildstæð stefna liggur fyrir hvað varðar birtingu íslenskra laga og reglugerða á öðrum tungumálum en íslensku. Að mati Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, gæti verið ástæða til slíks í ljósi þess hve samfélagið hefur breyst á undanförnum árum. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns um hvernig staðið er að birtingu þýddra útgáfna á íslenskum lögum kemur fram að tilteknir bálkar hafi verið þýddir yfir á ensku en ekki er um þýðingu á önnur tungumál að ræða. Þá var ekki unnt að veita svör við því hvenær þýðingarnar voru uppfærðar. Sambærilegum fyrirspurnum sem þingmaðurinn sendi til annarra ráðuneyta hefur ekki verið svarað. Könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að á enskri útgáfu vefs Stjórnarráðsins eru 360 lög og reglugerðir birt á ensku. Um tveir þriðju hlutar þeirra koma frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Fréttablaðið fann ekki dæmi um þýðingar á önnur tungumál.Jón Steindór Valdimarsson.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Undanfarin ár hafa orðið breytingar á samfélaginu. Bæði vegna aukins straums ferðamanna og fjölgunar íbúa hér á landi sem tala hvorki né lesa íslensku sér til skilnings. Tilgangurinn með þessum spurningum er að kanna hvernig við þjónum þessum hópum,“ segir Jón Steindór. Erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi í fyrra voru rúmlega 30 þúsund og hefur fjöldi þeirra fjórfaldast frá aldamótum. Langflestir þeirra, ríflega 13 þúsund, eiga rætur að rekja til Póllands en að auki eru fjölmennir hópar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Filippseyjum og Taílandi. „Í fyrsta lagi langar mig að vita hvort við séum að sinna fólkinu nægilega og gera réttindi og skyldur þessara hópa nægilega aðgengileg. Einnig þeim sem eru að aðstoða þau, til að mynda lögmenn og stéttarfélög. Í öðru lagi tel ég að það eigi að kanna hvort ástæða sé til þess að fjölga þeim tungumálum sem við þýðum lög og reglur á,“ segir hann. Þá telur Jón Steindór að mögulega þurfi að breyta því hve oft þýddar útgáfur eru uppfærðar. Sé þýðingin á almennum hegningarlögum til að mynda skoðuð sést að sú útgáfa er frá september 2015. Síðan þá hefur lögunum verið breytt sex sinnum. „Það er auðvitað bagalegt er langt líður á milli þess sem þýðingar eru uppfærðar. Best væri ef þetta væri uppfært jafnóðum,“ segir Jón Steindór. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort við séum að sinna því nægjanlega að kynna erlendum ferðamönnum og ríkisborgurum hér á landi þær reglur sem hér gilda. Bagalegt sé ef þýðingar á lögum eru ekki uppfærðar reglulega. Engin heildstæð stefna liggur fyrir hvað varðar birtingu íslenskra laga og reglugerða á öðrum tungumálum en íslensku. Að mati Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, gæti verið ástæða til slíks í ljósi þess hve samfélagið hefur breyst á undanförnum árum. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns um hvernig staðið er að birtingu þýddra útgáfna á íslenskum lögum kemur fram að tilteknir bálkar hafi verið þýddir yfir á ensku en ekki er um þýðingu á önnur tungumál að ræða. Þá var ekki unnt að veita svör við því hvenær þýðingarnar voru uppfærðar. Sambærilegum fyrirspurnum sem þingmaðurinn sendi til annarra ráðuneyta hefur ekki verið svarað. Könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að á enskri útgáfu vefs Stjórnarráðsins eru 360 lög og reglugerðir birt á ensku. Um tveir þriðju hlutar þeirra koma frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Fréttablaðið fann ekki dæmi um þýðingar á önnur tungumál.Jón Steindór Valdimarsson.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Undanfarin ár hafa orðið breytingar á samfélaginu. Bæði vegna aukins straums ferðamanna og fjölgunar íbúa hér á landi sem tala hvorki né lesa íslensku sér til skilnings. Tilgangurinn með þessum spurningum er að kanna hvernig við þjónum þessum hópum,“ segir Jón Steindór. Erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi í fyrra voru rúmlega 30 þúsund og hefur fjöldi þeirra fjórfaldast frá aldamótum. Langflestir þeirra, ríflega 13 þúsund, eiga rætur að rekja til Póllands en að auki eru fjölmennir hópar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Filippseyjum og Taílandi. „Í fyrsta lagi langar mig að vita hvort við séum að sinna fólkinu nægilega og gera réttindi og skyldur þessara hópa nægilega aðgengileg. Einnig þeim sem eru að aðstoða þau, til að mynda lögmenn og stéttarfélög. Í öðru lagi tel ég að það eigi að kanna hvort ástæða sé til þess að fjölga þeim tungumálum sem við þýðum lög og reglur á,“ segir hann. Þá telur Jón Steindór að mögulega þurfi að breyta því hve oft þýddar útgáfur eru uppfærðar. Sé þýðingin á almennum hegningarlögum til að mynda skoðuð sést að sú útgáfa er frá september 2015. Síðan þá hefur lögunum verið breytt sex sinnum. „Það er auðvitað bagalegt er langt líður á milli þess sem þýðingar eru uppfærðar. Best væri ef þetta væri uppfært jafnóðum,“ segir Jón Steindór.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira