Neitar að hafa stolið skútunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 13:19 Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið seglskútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn í október neitaði sök eins og sett er fram í ákæru við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Þá hefur farbann yfir manninum verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn og fæddur árið 1969, er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni með því að hafa spennt upp hurð í stýrisrými hennar með skrúfjárni. Þá hafi hann í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni út úr höfninni og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Einnig segir í ákæru að skútan sé metin á 750 þúsund evrur, eða rúmar 100 milljónir króna. Þingfesting í málinu fór fram í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Bryndís Ósk Jónsdóttir saksóknarfulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vestfjörðum staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi neitað sök eins og hún var sett fram í ákærunni, en játað að hafa tekið bátinn í heimildarleysi. Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi þann 6. desember næstkomandi. Lögreglan á Ísafirði óskaði eftir því við þingfestingu að farbann yfir manninum yrði framlengt til 10. desember og var beiðni lögreglu staðfest í dómnum fyrir hádegi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið seglskútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn í október neitaði sök eins og sett er fram í ákæru við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Þá hefur farbann yfir manninum verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn og fæddur árið 1969, er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni með því að hafa spennt upp hurð í stýrisrými hennar með skrúfjárni. Þá hafi hann í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni út úr höfninni og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Einnig segir í ákæru að skútan sé metin á 750 þúsund evrur, eða rúmar 100 milljónir króna. Þingfesting í málinu fór fram í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Bryndís Ósk Jónsdóttir saksóknarfulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vestfjörðum staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi neitað sök eins og hún var sett fram í ákærunni, en játað að hafa tekið bátinn í heimildarleysi. Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi þann 6. desember næstkomandi. Lögreglan á Ísafirði óskaði eftir því við þingfestingu að farbann yfir manninum yrði framlengt til 10. desember og var beiðni lögreglu staðfest í dómnum fyrir hádegi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24
Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10