Ákallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun