Framlengingin: Við vorum að ofmeta Stjörnuna Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 10. nóvember 2018 23:30 Stjarnan er í basli samkvæmt sérfræðingum Körfuboltakvölds Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru óvenju sammála í Framlengingu síðustu umferðar í Dominos-deild karla. Teitur, Jón Halldór og Kristinn voru í settinu ásamt Kjartani Atla og ræddu þeir helstu mál síðustu umferðar. Valur sigraði Stjörnuna en sérfræðingar Körfuboltakvölds spáðu Stjörnunni efsta sætinu í deildinni í vetur. Þeim lýst ekkert alltof vel á blikuna í Garðabænum. „Við vorum að ofmeta þá. Við vorum að gera ráð fyrir þeim miklu betri en þeir eru. Þeir eru með fjóra landsliðsmenn,“ sagði Jón Halldór. „Ég hélt þeir kæmu sterkari inn í mótið,“ sagði Teitur um Stjörnuna. Elvar Friðriksson er á leiðinni aftur í Ljónagryfjuna en um gríðarlega styrkingu er að ræða hjá Njarðvík. „Ég held að þetta hjálpi Njarðvíkurliðinu rosalega. Ef Einar fengi að velja einn leikmann til þess að fá í liðið, þá hefði hann sennilega valið Elvar,“ sagði Teitur um þessa styrkingu. „Besti leikmaðurinn í liðinu er að koma í liðið. Elvar er besti leikmaðurinn í liðinu,“ sagði Kristinn. Aðspurðir um hvaða lið væri að læðast meðfram veggjunum sagði Kristinn að það væri ÍR. Teitur og Jón Halldór voru hins vegar sammála um að það væri Grindavík. Einhver lið gætu breytt leikmannahópi sínum á næstunni. Jón Halldór vill sjá Stjörnuna skoða sín mál sem og ÍR. Teitur vill hins vegar sjá Skallagrím breyta til. „Ég held að Skallagrímur sé liðið í augnablikinu sem á að vera hræddast. Ég held að Finnur sé eitthvað að hugsa um hvað hann getur breytt. Þeir eru búnir að tapa tveimur erfiðum leikjum. Þegar þeir voru að horfa á planið, sáu þeir Breiðablik og Hauka og hugsuðu að þarna gætu þeir náð í sigra. Þeir tapa þeim báðum og þá horfa þeir á töfluna og það er gjörbreytt staða fyrir þá,“ sagði Teitur. Sjáðu alla Framlenginguna hérna fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru óvenju sammála í Framlengingu síðustu umferðar í Dominos-deild karla. Teitur, Jón Halldór og Kristinn voru í settinu ásamt Kjartani Atla og ræddu þeir helstu mál síðustu umferðar. Valur sigraði Stjörnuna en sérfræðingar Körfuboltakvölds spáðu Stjörnunni efsta sætinu í deildinni í vetur. Þeim lýst ekkert alltof vel á blikuna í Garðabænum. „Við vorum að ofmeta þá. Við vorum að gera ráð fyrir þeim miklu betri en þeir eru. Þeir eru með fjóra landsliðsmenn,“ sagði Jón Halldór. „Ég hélt þeir kæmu sterkari inn í mótið,“ sagði Teitur um Stjörnuna. Elvar Friðriksson er á leiðinni aftur í Ljónagryfjuna en um gríðarlega styrkingu er að ræða hjá Njarðvík. „Ég held að þetta hjálpi Njarðvíkurliðinu rosalega. Ef Einar fengi að velja einn leikmann til þess að fá í liðið, þá hefði hann sennilega valið Elvar,“ sagði Teitur um þessa styrkingu. „Besti leikmaðurinn í liðinu er að koma í liðið. Elvar er besti leikmaðurinn í liðinu,“ sagði Kristinn. Aðspurðir um hvaða lið væri að læðast meðfram veggjunum sagði Kristinn að það væri ÍR. Teitur og Jón Halldór voru hins vegar sammála um að það væri Grindavík. Einhver lið gætu breytt leikmannahópi sínum á næstunni. Jón Halldór vill sjá Stjörnuna skoða sín mál sem og ÍR. Teitur vill hins vegar sjá Skallagrím breyta til. „Ég held að Skallagrímur sé liðið í augnablikinu sem á að vera hræddast. Ég held að Finnur sé eitthvað að hugsa um hvað hann getur breytt. Þeir eru búnir að tapa tveimur erfiðum leikjum. Þegar þeir voru að horfa á planið, sáu þeir Breiðablik og Hauka og hugsuðu að þarna gætu þeir náð í sigra. Þeir tapa þeim báðum og þá horfa þeir á töfluna og það er gjörbreytt staða fyrir þá,“ sagði Teitur. Sjáðu alla Framlenginguna hérna fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira