Corbyn segir ekki hægt að hætta við Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 17:41 Togstreita hefur verið innan Verkamannaflokksins á milli Corbyn sem hefur lengi verið efasemdamaður um ESB og þingmanna sem vilja að Bretar verði um kyrrt. Vísir/EPA Þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann gæti ekki stöðvað útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Kröfur hafa verið uppi um að Bretar fái að segja hug sinn til útgöngunnar í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel sagði hvatti Corbyn landsmenn til þess að „viðurkenna ástæður þess að fólk kaus útgöngu“ og gagnrýndi efnahagsstefnu Evrópusambandsins sem hann telur einkennast af „nýfrjálshyggju“. Spurður að því hvort að hann myndi stöðva Brexit ef hann yrði forsætisráherra Bretlands vegna sundrungarinnar sem fyrirhuguð útganga úr ESB hafi haft í för með sér svaraði Corbyn neitandi. „Við getum ekki stöðvað það. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Fimmtugasta greinin hefur verið virkjuð. Það sem við getum gert er að viðurkenna ástæður þess að fólk kaus að ganga út,“ sagði Corbyn. Þau orð hafa ekki vakið mikla kátínu hjá flokkssystkinum Corbyn sem vilja að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamning verði haldin. Aðeins tveir mánuðir séu liðnir frá því að Corbyn ávarpaði þing flokksins og sagði „alla möguleika uppi á borðinu,“ að því er segir í frétt The Guardian. „Við vitum að þetta er klúður í boði íhaldsmanna en Verkamannaflokkurinn getur ekki bara haldið sig til hlés og fylgst með. Það er tími til kominn fyrir okkur öll í Verkamannaflokknum að færa hávær rök fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu með möguleikanum á að vera um kyrrt í Evrópusambandinu,“ segir Wes Streeting, þingmaður flokksins.Ekki áhugasamur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jo Johnson, samgönguráðherra í ríkisstjórn Theresu May, sagði af sér vegna Brexit fyrir helgi. Kallaði hann eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn segist þó ekki hafa áhuga á því í viðtalinu við Spiegel. „Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Málið núna er hvernig við sameinum fólk, sameinum það um grundvallaratriði efnahagslífsins okkar, réttindin okkar og að við viljum ekki breyta þessu landi í einhvers konar aflandsskattaparadís á þeim nótum sem Donald Trump gæti viljað að við gerðum,“ sagði Corbyn. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23 Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann gæti ekki stöðvað útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Kröfur hafa verið uppi um að Bretar fái að segja hug sinn til útgöngunnar í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel sagði hvatti Corbyn landsmenn til þess að „viðurkenna ástæður þess að fólk kaus útgöngu“ og gagnrýndi efnahagsstefnu Evrópusambandsins sem hann telur einkennast af „nýfrjálshyggju“. Spurður að því hvort að hann myndi stöðva Brexit ef hann yrði forsætisráherra Bretlands vegna sundrungarinnar sem fyrirhuguð útganga úr ESB hafi haft í för með sér svaraði Corbyn neitandi. „Við getum ekki stöðvað það. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Fimmtugasta greinin hefur verið virkjuð. Það sem við getum gert er að viðurkenna ástæður þess að fólk kaus að ganga út,“ sagði Corbyn. Þau orð hafa ekki vakið mikla kátínu hjá flokkssystkinum Corbyn sem vilja að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamning verði haldin. Aðeins tveir mánuðir séu liðnir frá því að Corbyn ávarpaði þing flokksins og sagði „alla möguleika uppi á borðinu,“ að því er segir í frétt The Guardian. „Við vitum að þetta er klúður í boði íhaldsmanna en Verkamannaflokkurinn getur ekki bara haldið sig til hlés og fylgst með. Það er tími til kominn fyrir okkur öll í Verkamannaflokknum að færa hávær rök fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu með möguleikanum á að vera um kyrrt í Evrópusambandinu,“ segir Wes Streeting, þingmaður flokksins.Ekki áhugasamur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jo Johnson, samgönguráðherra í ríkisstjórn Theresu May, sagði af sér vegna Brexit fyrir helgi. Kallaði hann eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn segist þó ekki hafa áhuga á því í viðtalinu við Spiegel. „Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Málið núna er hvernig við sameinum fólk, sameinum það um grundvallaratriði efnahagslífsins okkar, réttindin okkar og að við viljum ekki breyta þessu landi í einhvers konar aflandsskattaparadís á þeim nótum sem Donald Trump gæti viljað að við gerðum,“ sagði Corbyn.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23 Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23
Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08
Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00