Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvisvar í sigri Helsingborg á Varbergs í lokaumferð sænsku B-deildarinnar í knattspyrnu.
Staðan var 1-1 eftir mörk frá Teddy Bergqvist og Markus Holgersson þegar Bolvíkingurinn skoraði tvisvar á fimm mínútum og tryggði Helsingborg sigurinn.
Helsingborg var búið að tryggja sig upp í efstu deild og fagnar sigri í B-deildinni með 63 stig úr 30 leikjum, fjórum stigum meira en Falkenbergs.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði eitt marka Halmstad sem vann öruggan sigur á Östers. Mark Höskuldar kom strax á 15. mínútu og var fyrsta mark leiksins.
Heimamenn í Östers skoruðu sjálfsmark á 39. mínútu og Pontus Silfver setti tvö mörk í seinni hálfleik til að tryggja öruggan sigur Halmstad.
Halmstad lauk leik í 5. sæti deildarinnar.
Alfons Sampsted og félagar í Landskrona steinlágu fyrir Orgryte 4-0 og enduðu leik í botnsæti deildarinnar og féllu niður í þriðju deild.
Tvenna Andra Rúnars tryggði sigur
Baldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn