Mæðgur, hundur og tauköttur hjálpast að við að hlaða vegg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 20:00 Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér. Skútustaðahreppur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér.
Skútustaðahreppur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira