Dagur gagnrýnir önnur sveitarfélög vegna félagslegra íbúða Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 13:15 Dagur B. Eggertsson í Víglínunni í morgun. Vísir/Skjáskot Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur. Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé með flestar félagslegar leiguíbúðir á hverja þúsund íbúa. Hann segist hafa vakið athygli á málinu í mörg ár. „Mér finnst það ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg dragi ein vagninn í þessu. Ef þetta væri þannig að þetta væri staðan og við sæjum áætlanir annarra um að taka sig á og byggja sig upp að þá gætum við kannski sýnt því ákveðinn skilning. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ég hef bent á þetta í mörg ár. Nú þegar að við horfum á áætlanir sveitarfélaga að þá er Reykjavík áfram með mjög metnaðarfulla áætlun um að fjölga félagslegum leiguíbúðum. En við sjáum þessar áætlanir ekki á borðinu frá öðrum og ég ítreka bara og kalla eftir því að þær komi fram því að ef við stækkum síðan myndina þá sjáum við að sama máli gegnir þegar kemur að samstarfi við verkalýðshreyfinguna þar sem við erum að koma upp um 1000 íbúðum í Reykjavík. Þær eru jú 150 íbúðir í Hafnarfirði en síðan varla söguna meir í sveitarfélögunum hérna í kringum okkur,“ segir Dagur. Dagur bendir einnig á að Reykjavíkurborg standi framarlega hvað varðar stúdentaíbúðir og bendir á samstarf þeirra við önnur félög. „Við erum síðan að vinna með fullt af félögum eldri borgara og við erum að vinna með Búseta. Þannig við erum með heildstæða húsnæðisáætlun vegna þess að við gerum okkur grein fyrir því að það er stór hluti markaðarins sem getur keypt sér íbúð. En það er líka umtalsverður hluti markaðarins sem á erfitt með það, þarf að treysta á örugga leigu eða félagslegar íbúðir og það verður að sinna öllum á húsnæðismarkaði,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Húsnæðismál Víglínan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira