Niðurfellingin felld niður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. nóvember 2018 08:30 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans Mynd/Tryggvi Már Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnarráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara. „Á engum tímapunkti var haft samráð við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins né þau upplýst um fyrirætlaða uppgjöf meirihlutans í hagsmunabaráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara gegn ósanngjörnum kröfum ríkisvaldsins,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á fimmtudag þar sem samþykkt var að fella niður afslættina. Málið hafði verið rætt í bæjarráði 17. október. Vísað var í álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að ákvarðanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna um niðurfellingu fasteignagjalda hjá íbúum sveitarfélagsins sjötíu ára og eldri hafi ekki staðist lög. „Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjaryfirvöldum ljóst frá árinu 2012,“ sagði í bókun meirihlutans í bæjarráðinu. Ráðuneytið hafi nú verið upplýst „um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði“ en að reglum yrði breytt svo þær stæðust lög. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag sögðust Sjálfstæðismenn harma að fulltrúar meirihlutans hefðu fyrirgert rétti sveitarfélagsins til að ákvarða sjálft tekjustofna. „Ríkisvaldið og sveitarfélög eru tvö jafnrétthá stjórnsýslustig og það er með öllum máta óeðlilegt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína,“ bókuðu þeir. Fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundinum að árið 2018 hefði 17 milljónum króna verið varið í að niðurgreiða fasteignagjöld eldri borgaranna í Eyjum. Fulltrúar meirihlutans sögðust ítreka fyrri bókanir um að þeir hafi fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Það yrði þó að vera í samræmi við lög. Ráðuneytið hafi jafnvel skoðað að fella reglurnar hjá Vestmannaeyjabæ úr gildi afturvirkt þannig að þeir sem nutu niðurfellingar hefðu þurft að borga aftur í tímann. Það hafi þó ekki orðið. „Að auki lýsa bæjarfulltrúar meirihlutans furðu sinni á því að bæjarfulltrúar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnarráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara. „Á engum tímapunkti var haft samráð við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins né þau upplýst um fyrirætlaða uppgjöf meirihlutans í hagsmunabaráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara gegn ósanngjörnum kröfum ríkisvaldsins,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á fimmtudag þar sem samþykkt var að fella niður afslættina. Málið hafði verið rætt í bæjarráði 17. október. Vísað var í álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að ákvarðanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna um niðurfellingu fasteignagjalda hjá íbúum sveitarfélagsins sjötíu ára og eldri hafi ekki staðist lög. „Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjaryfirvöldum ljóst frá árinu 2012,“ sagði í bókun meirihlutans í bæjarráðinu. Ráðuneytið hafi nú verið upplýst „um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði“ en að reglum yrði breytt svo þær stæðust lög. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag sögðust Sjálfstæðismenn harma að fulltrúar meirihlutans hefðu fyrirgert rétti sveitarfélagsins til að ákvarða sjálft tekjustofna. „Ríkisvaldið og sveitarfélög eru tvö jafnrétthá stjórnsýslustig og það er með öllum máta óeðlilegt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína,“ bókuðu þeir. Fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundinum að árið 2018 hefði 17 milljónum króna verið varið í að niðurgreiða fasteignagjöld eldri borgaranna í Eyjum. Fulltrúar meirihlutans sögðust ítreka fyrri bókanir um að þeir hafi fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Það yrði þó að vera í samræmi við lög. Ráðuneytið hafi jafnvel skoðað að fella reglurnar hjá Vestmannaeyjabæ úr gildi afturvirkt þannig að þeir sem nutu niðurfellingar hefðu þurft að borga aftur í tímann. Það hafi þó ekki orðið. „Að auki lýsa bæjarfulltrúar meirihlutans furðu sinni á því að bæjarfulltrúar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira