„Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 18:22 Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. vísir/vilhelm Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“ Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 starfsmönnum Airport Associates var sagt störfum í dag og er fjöldi þeirra þeirra í Verslunarmannafélaginu. Fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air. „Það var nú eiginlega fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða fyrir einhverjum vikum síðan. En tíðindi morgunsins þegar það lá ljóst fyrir að Icelandair myndi ekki kaupa WOW gerði það að verkum að þetta fyrirtæki varð að grípa til einhverra varúðarráðstafana. Þær því miður fólust í því að 237 einstaklingum var sagt upp störfum núna áðan,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Hann segir að ef allt færi á versta veg með gjaldþroti WOW air þá er þetta niðurstaðan. „Já, ef allt færi á versta veg þá er þetta niðurstaðan. En ef eiganda WOW air gengur eitthvað að selja fyrirtækið eins og hann er að lýsa yfir að komi til greina þá mun einhver hópur af þessum 237 verða endurráðinn. Hversu stóran vitum við ekki núna en vonandi tekst mönnum eitthvað í þessu.“Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.Mynd/Bein leiðStarfsmenn Airport Associates eru með mislangan uppsagnarfrest að sögn Guðbrands. Það fari eftir því í hvaða stéttarfélagi starfsfólk er í og hversu lengi það hefur starfað hjá fyrirtækinu. Hann segir að allir séu nú að leita leita til að láta höggið verða eins dempað og hægt er, eins og hann orðar það. „Þó að þetta sé auðvitað bara skelfileg staða að fá þetta í andlitið svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðbrandur. Hann segir að mikið af erlendum starfsmönnum sem séu búsettir í Reykjanesbæ hafi misst vinnuna. Aðspurður hvort að það hafi komið á óvart að svo mikill fjöldi hafi misst vinnuna segir hann svo vera. „Fyrirtækið var búið að segja við okkur að hugsanlega væri hægt að halda ráðningarsamningi við alla með ýmsum aðgerðum ef þetta færi þannig að Icelandair myndi kaupa WOW air. Þrátt fyrir að það væri verið að fækka flugvélum um fjórar en þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða. Okkur datt ekki í hug að þetta yrði nánast helmingurinn af starfsmannafjölda fyrirtækisins. Það er auðvitað rosalegt högg.“
Icelandair Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11