Töluvert tjón þegar tjaldið fauk af porti Hafnarhússins Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 13:24 Stangir sem halda tjaldinu uppi skemmdust einnig. Vísir/vilhelm Töluvert tjón varð þegar tjald, sem strengt er yfir portið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í miðbænum, rifnaði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafnsins, segir í samtali við Vísi að umrætt tjald, sem safnið leigi af Seglagerðinni Ægi, hafi farið afar illa í veðrinu. Þá brotnuðu einnig að minnsta kosti tvær stangir sem halda tjaldinu uppi. „Tjaldið er alltaf tekið niður á milli viðburða en það náðist ekki að taka það niður í gær út af veðrinu og það rifnaði í tætlur einhvern tímann í nótt,“ segir Áslaug. Ekki er enn búið að meta tjónið að sögn Áslaugar, enda atvikið tiltölulega nýskeð. Hún segir þó alveg á hreinu að tjónið sé töluvert. Stefnt er að því að hefja viðgerðir um leið og veðrinu slotar á höfuðborgarsvæðinu. Portið í Hafnarhúsinu hefur í gegnum tíðina aðallega verið leigt undir viðburði en stöku sinnum eru settar þar upp sýningar á vegum Listasafnsins. Aftakaveður gekk yfir landið í gær og í nótt. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitir og lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefðu sinnt mörgum útköllum þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og öðru sem fyrir varð. Gert er ráð fyrir að veður mildist vestantil- og suðaustantil eftir hádegi á morgun en veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í morgun að óveðrið á Norðurlandi væri komið til að vera.Tjaldið rifnaði í tætlur, að sögn Áslaugar.Vísir/vilhelm Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Töluvert tjón varð þegar tjald, sem strengt er yfir portið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í miðbænum, rifnaði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafnsins, segir í samtali við Vísi að umrætt tjald, sem safnið leigi af Seglagerðinni Ægi, hafi farið afar illa í veðrinu. Þá brotnuðu einnig að minnsta kosti tvær stangir sem halda tjaldinu uppi. „Tjaldið er alltaf tekið niður á milli viðburða en það náðist ekki að taka það niður í gær út af veðrinu og það rifnaði í tætlur einhvern tímann í nótt,“ segir Áslaug. Ekki er enn búið að meta tjónið að sögn Áslaugar, enda atvikið tiltölulega nýskeð. Hún segir þó alveg á hreinu að tjónið sé töluvert. Stefnt er að því að hefja viðgerðir um leið og veðrinu slotar á höfuðborgarsvæðinu. Portið í Hafnarhúsinu hefur í gegnum tíðina aðallega verið leigt undir viðburði en stöku sinnum eru settar þar upp sýningar á vegum Listasafnsins. Aftakaveður gekk yfir landið í gær og í nótt. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitir og lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefðu sinnt mörgum útköllum þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og öðru sem fyrir varð. Gert er ráð fyrir að veður mildist vestantil- og suðaustantil eftir hádegi á morgun en veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í morgun að óveðrið á Norðurlandi væri komið til að vera.Tjaldið rifnaði í tætlur, að sögn Áslaugar.Vísir/vilhelm
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08
Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56