Töluvert tjón þegar tjaldið fauk af porti Hafnarhússins Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 13:24 Stangir sem halda tjaldinu uppi skemmdust einnig. Vísir/vilhelm Töluvert tjón varð þegar tjald, sem strengt er yfir portið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í miðbænum, rifnaði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafnsins, segir í samtali við Vísi að umrætt tjald, sem safnið leigi af Seglagerðinni Ægi, hafi farið afar illa í veðrinu. Þá brotnuðu einnig að minnsta kosti tvær stangir sem halda tjaldinu uppi. „Tjaldið er alltaf tekið niður á milli viðburða en það náðist ekki að taka það niður í gær út af veðrinu og það rifnaði í tætlur einhvern tímann í nótt,“ segir Áslaug. Ekki er enn búið að meta tjónið að sögn Áslaugar, enda atvikið tiltölulega nýskeð. Hún segir þó alveg á hreinu að tjónið sé töluvert. Stefnt er að því að hefja viðgerðir um leið og veðrinu slotar á höfuðborgarsvæðinu. Portið í Hafnarhúsinu hefur í gegnum tíðina aðallega verið leigt undir viðburði en stöku sinnum eru settar þar upp sýningar á vegum Listasafnsins. Aftakaveður gekk yfir landið í gær og í nótt. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitir og lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefðu sinnt mörgum útköllum þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og öðru sem fyrir varð. Gert er ráð fyrir að veður mildist vestantil- og suðaustantil eftir hádegi á morgun en veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í morgun að óveðrið á Norðurlandi væri komið til að vera.Tjaldið rifnaði í tætlur, að sögn Áslaugar.Vísir/vilhelm Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Töluvert tjón varð þegar tjald, sem strengt er yfir portið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í miðbænum, rifnaði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafnsins, segir í samtali við Vísi að umrætt tjald, sem safnið leigi af Seglagerðinni Ægi, hafi farið afar illa í veðrinu. Þá brotnuðu einnig að minnsta kosti tvær stangir sem halda tjaldinu uppi. „Tjaldið er alltaf tekið niður á milli viðburða en það náðist ekki að taka það niður í gær út af veðrinu og það rifnaði í tætlur einhvern tímann í nótt,“ segir Áslaug. Ekki er enn búið að meta tjónið að sögn Áslaugar, enda atvikið tiltölulega nýskeð. Hún segir þó alveg á hreinu að tjónið sé töluvert. Stefnt er að því að hefja viðgerðir um leið og veðrinu slotar á höfuðborgarsvæðinu. Portið í Hafnarhúsinu hefur í gegnum tíðina aðallega verið leigt undir viðburði en stöku sinnum eru settar þar upp sýningar á vegum Listasafnsins. Aftakaveður gekk yfir landið í gær og í nótt. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitir og lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefðu sinnt mörgum útköllum þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og öðru sem fyrir varð. Gert er ráð fyrir að veður mildist vestantil- og suðaustantil eftir hádegi á morgun en veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í morgun að óveðrið á Norðurlandi væri komið til að vera.Tjaldið rifnaði í tætlur, að sögn Áslaugar.Vísir/vilhelm
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08
Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56