„Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 11:30 Skúli Mogensen, eigandi WOW air, mætti til fundar með starfsmönnum sínum í höfuðstöðvum félagsins í Borgartúni í morgun. Vísir/vilhelm Það er ekki beint hægt að segja að tíðindi morgunsins, að fallið hafi verið frá kaupum Icelandair á WOW air, hafi komið á óvart. Frá upphafi var ljóst að um erfitt ferli væri að ræða. Eigandi WOW segist nú eiga í viðræðum við aðra mögulega kaupendur en ekki verður séð að hið erfiða kaupferli, sem strandaði í morgun, verði neitt auðveldara þó að aðrir kaupendur séu komnir inn í myndina. Óvissa. Þannig metur Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, stöðuna eftir að ekkert varð af samruna íslensku flugfélaganna. Þar með er þó ekki sagt að tíðindin hafi komið flatt upp á fólk. Fréttir síðustu daga hafa gefið glögglega til kynna að um gríðarlega flókin kaup væri að ræða, margir boltar voru á lofti og mörg púsl sem hefðu þurft að falla á réttan stað. „Eins og sagt er, það gat brugðið til beggja vona.“ Þrátt fyrir að vitað væri að þessi staða gæti komið upp, að fallið yrði frá kaupunum, er óhætt að segja að að hún sé óþægileg. Fátt sé í hendi á þessari stundu og óvissan mikil um framtíð WOW, þessa stóra leikmanns í íslenskri ferðaþjónustu. Sést það til að mynda vel á viðbrögðum markaðarins í morgun, úrvalsvísitalan hefur fallið nokkuð skarpt og rautt á öllum tölum.Sjá einnig: Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Sveinn segir þetta til marks um að svör vanti frá WOW um stöðu félagsins. „Það þurfa að vera skýrari plön með WOW. Eru þau að fara að sækja um greiðslustöðvun eða ekki?“Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Það er þó ekki að skilja á Skúla Mogensen, eiganda WOW, að það sé næsta skref. Í tölvupósti til starfsmanna í morgun sagðist hann vonast til að geta flutt þeim góðar fregnir á næstunni. Hann hefur áður sagst eiga í viðræðum við aðra kaupendur og ekki verður annað skilið af pósti morgunsins en að hann telji að draga muni til tíðinda á þeim vettvangi fyrr en síðar. Sveinn vill ekkert fullyrða um þær yfirlýsingar, um þær ríkji óvissa eins og svo margt annað í tengslum við WOW þessa stundina. Hann segir þó að almennt þyki fólki í kringum sig þessar yfirlýsingar Skúla, um áhuga annarra kaupenda, ekki mjög trúverðugar. „En það er auðvitað erfitt að rengja Skúla á opinberum vettvangi. Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt.“Svör til að róa Sveinn bendir jafnframt á að þó svo að Skúli sé kominn með aðra kaupendur að borðinu sé ekki þar með sagt að þeir muni sjálfkrafa stíga inn og bjarga flugfélaginu. Kaup á WOW yrðu eftir sem áður flókin, þó svo að annað félag en Icelandair ætti í hlut. „Það yrði alveg jafnmikil þörf á því að bæta rekstur WOW og annað slíkt. Þá er bara spurningin: Er eitthvað annað félag, kaupandi eða hluthafi til í það? Ég persónulega sé það ekki gerast.“ Eins og má lesa af viðbrögðum Sveins liggur þó fátt ljóst fyrir á þessari stundu. Óvissan sé óþægileg og að það þurfi að fá afgerandi svör frá Skúla á næstunni til að róa markaðinn. „Það væri þægilegra að vita meira um starfshæfni WOW. Óvissan er mjög óþægileg.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Það er ekki beint hægt að segja að tíðindi morgunsins, að fallið hafi verið frá kaupum Icelandair á WOW air, hafi komið á óvart. Frá upphafi var ljóst að um erfitt ferli væri að ræða. Eigandi WOW segist nú eiga í viðræðum við aðra mögulega kaupendur en ekki verður séð að hið erfiða kaupferli, sem strandaði í morgun, verði neitt auðveldara þó að aðrir kaupendur séu komnir inn í myndina. Óvissa. Þannig metur Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, stöðuna eftir að ekkert varð af samruna íslensku flugfélaganna. Þar með er þó ekki sagt að tíðindin hafi komið flatt upp á fólk. Fréttir síðustu daga hafa gefið glögglega til kynna að um gríðarlega flókin kaup væri að ræða, margir boltar voru á lofti og mörg púsl sem hefðu þurft að falla á réttan stað. „Eins og sagt er, það gat brugðið til beggja vona.“ Þrátt fyrir að vitað væri að þessi staða gæti komið upp, að fallið yrði frá kaupunum, er óhætt að segja að að hún sé óþægileg. Fátt sé í hendi á þessari stundu og óvissan mikil um framtíð WOW, þessa stóra leikmanns í íslenskri ferðaþjónustu. Sést það til að mynda vel á viðbrögðum markaðarins í morgun, úrvalsvísitalan hefur fallið nokkuð skarpt og rautt á öllum tölum.Sjá einnig: Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Sveinn segir þetta til marks um að svör vanti frá WOW um stöðu félagsins. „Það þurfa að vera skýrari plön með WOW. Eru þau að fara að sækja um greiðslustöðvun eða ekki?“Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Það er þó ekki að skilja á Skúla Mogensen, eiganda WOW, að það sé næsta skref. Í tölvupósti til starfsmanna í morgun sagðist hann vonast til að geta flutt þeim góðar fregnir á næstunni. Hann hefur áður sagst eiga í viðræðum við aðra kaupendur og ekki verður annað skilið af pósti morgunsins en að hann telji að draga muni til tíðinda á þeim vettvangi fyrr en síðar. Sveinn vill ekkert fullyrða um þær yfirlýsingar, um þær ríkji óvissa eins og svo margt annað í tengslum við WOW þessa stundina. Hann segir þó að almennt þyki fólki í kringum sig þessar yfirlýsingar Skúla, um áhuga annarra kaupenda, ekki mjög trúverðugar. „En það er auðvitað erfitt að rengja Skúla á opinberum vettvangi. Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt.“Svör til að róa Sveinn bendir jafnframt á að þó svo að Skúli sé kominn með aðra kaupendur að borðinu sé ekki þar með sagt að þeir muni sjálfkrafa stíga inn og bjarga flugfélaginu. Kaup á WOW yrðu eftir sem áður flókin, þó svo að annað félag en Icelandair ætti í hlut. „Það yrði alveg jafnmikil þörf á því að bæta rekstur WOW og annað slíkt. Þá er bara spurningin: Er eitthvað annað félag, kaupandi eða hluthafi til í það? Ég persónulega sé það ekki gerast.“ Eins og má lesa af viðbrögðum Sveins liggur þó fátt ljóst fyrir á þessari stundu. Óvissan sé óþægileg og að það þurfi að fá afgerandi svör frá Skúla á næstunni til að róa markaðinn. „Það væri þægilegra að vita meira um starfshæfni WOW. Óvissan er mjög óþægileg.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21
Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent