Þorskstofninn í hættu vegna hærri hita og súrnunar sjávar Sveinn Arnarsson skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Súrnun sjávar gæti haft gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn Íslendinga, þorskinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira