FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 15:25 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði hugmyndir um að beita lífeyrissjóðum í yfirstandandi kjarabaráttu. Stöð 2 Fjármálaeftirlitið ýjar að því að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi feli í sér lögbrot.Í þættinum gaf Ragnar Þór Ingólfsson til kynna að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir.Fjármálaeftirlitið sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem það minnir á þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Sjá einnig: Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar„Lífeyrissjóðir veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts og lýtur starfsemi þeirra að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná framangreindum tilgangi,“ segir í yfirlýsingunni og vísað til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið minnir á þann lagaramma sem nær utan um starfsemi lífeyrissjóða.Vísir/vilhelmÞá er einnig minnt á að í sama lagabálki komi fram að stjórnir lífeyrissjóða setji þeim fjárfestingarstefnu og „ber við þá vinnu að hafa hagsmuni allra sjóðfélaga að leiðarljósi. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs ber ábyrgð á því að fjárfestingarstefnu stjórnar sé framfylgt.“ Fjármálaeftirlitinu sé að sama skapi falið að hafa eftirlit með því hvort að starfsemi lífeyissjóða sé, að einhverju leyti, „óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust.“ Við mat á því styðjist eftirlitið við ákvæði laga um hlutafélög, þar sem segir að „[f]élagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“Sjá einnig: Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Að þessu útlistuðu segist Fjármálaeftirlitið telja að „að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem að framan var lýst.“ Ekki verður annað úr þessu lesið en að hugmyndir formanns VR um að beita lífeyrissjóðum í kjarabaráttunni séu ólöglegar. Aðrir hafa tekið undir þessa útlistun eftirlitsins. Má þar til að mynda nefnda Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún sagði í samtali við Vísi í morgun að þau sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga, auk þess sem starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Fjármálaeftirlitið ýjar að því að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi feli í sér lögbrot.Í þættinum gaf Ragnar Þór Ingólfsson til kynna að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir.Fjármálaeftirlitið sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem það minnir á þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Sjá einnig: Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar„Lífeyrissjóðir veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts og lýtur starfsemi þeirra að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná framangreindum tilgangi,“ segir í yfirlýsingunni og vísað til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið minnir á þann lagaramma sem nær utan um starfsemi lífeyrissjóða.Vísir/vilhelmÞá er einnig minnt á að í sama lagabálki komi fram að stjórnir lífeyrissjóða setji þeim fjárfestingarstefnu og „ber við þá vinnu að hafa hagsmuni allra sjóðfélaga að leiðarljósi. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs ber ábyrgð á því að fjárfestingarstefnu stjórnar sé framfylgt.“ Fjármálaeftirlitinu sé að sama skapi falið að hafa eftirlit með því hvort að starfsemi lífeyissjóða sé, að einhverju leyti, „óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust.“ Við mat á því styðjist eftirlitið við ákvæði laga um hlutafélög, þar sem segir að „[f]élagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“Sjá einnig: Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Að þessu útlistuðu segist Fjármálaeftirlitið telja að „að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem að framan var lýst.“ Ekki verður annað úr þessu lesið en að hugmyndir formanns VR um að beita lífeyrissjóðum í kjarabaráttunni séu ólöglegar. Aðrir hafa tekið undir þessa útlistun eftirlitsins. Má þar til að mynda nefnda Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún sagði í samtali við Vísi í morgun að þau sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga, auk þess sem starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent