Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 14:00 Ámundi á hliðarlínunni í Borgarnesi þar sem hann er alla jafna á leikjum liðsins. Mynd/facebooksíða skallagríms Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. Ari sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að Ámundi stýri öllu á bak við tjöldin. Afskiptasemi og starfshættir Ámunda séu líka ástæðan fyrir því að leikmenn vilji ekki ganga í raðir félagsins.Þessar ásakanir koma mér á óvart Ari var rekinn frá félaginu á dögunum en liðinu hefur ekki gengið vel í Dominos-deild kvenna. „Ég réð Ara til félagsins í fyrra en er hættur núna,“ segir Ámundi en er það rétt að hann stýri samt öllu enn þann dag í dag? „Ég vildi að svo væri. Ég hætti í vor og hef ekki skipt mér af málum eftir það. Þetta er helber lygi. Þetta kemur mér á óvart og ég er hissa á þessu. Við erum ekki eina félagið sem hefur sagt honum upp á hans þjálfaraferli.“Aldrei skipt mér af þjálfaranum á bekknum Ari sakaði Ámunda um mikla afskiptasemi. Meðal annars að skipta sér af því hvað þjálfarinn væri að gera á bekknum. „Ég hef aldrei minnst orði á slíkt við hann. Ég hef aldrei talað um það við hann hvernig hann eigi að stýra liðinu. Ekki eitt einasta orð. Aldrei. Þetta er helber lygi hjá honum. Annars kann það ekki góðri lukku að stýra að þjálfarinn sé með hugann við stúkuna. Hans einbeiting á að vera á leiknum,“ segir Ámundi ákveðinn. „Hann ætti að spyrja sig sjálfur út í gengi liðsins. Hann hefur verið með frjálsar hendur að koma með leikmenn en ég veit ekki um einn leikmann sem hann hefur komið með til liðsins,“ bætir Ámundi við en Ara vildi meina að ástæðan fyrir því væri sú að enginn vildi koma í það umhverfi sem Ámundi hefði búið til hjá félaginu. „Það þykir mér slæmt að heyra. Ari sagði þessa hluti aldrei við mig. Það hefði verið gott ef hann hefði sagt þetta við mig sjálfur.“Tek þetta ekki alvarlega Þjálfarinn brottrekni sakaði Ámunda einnig um að baktala sig um allan bæ. „Ég hef ekkert talað illa um Ara. Ég held að hann ætti ekki að vera að kasta grjótum úr glerhúsi. Ef þetta er hans mat á mér þá verður hann að lifa með því. Ég tek þetta ekki alvarlega því mér finnst ég ekki eiga þetta skilið,“ segir körfuboltapabbinn úr Borgarnesi en hvernig er að sitja undir svona ásökunum? „Ég þekki Ara Gunnarsson sem persónu og þess vegna tek ég þetta ekki alvarlega. Það er það eina sem ég segi við því.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Ari Gunnarsson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Skallagríms, segir farir sínar í Borgarnesi ekki sléttar og segir fyrrum formann meistaraflokksráðs stýra öllu. Hann hafi reynt að skipa þjálfaranum fyrir á vellinum og minnt reglulega á hver það væri sem réði. 28. nóvember 2018 12:58