Áfram í haldi grunaður um umfangsmikið mansal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:45 Málið er umfangsmikið og teygir ana sína víða og út fyrir landsteinana og ekki er vitað fyrir víst hver maðurinn er. Fréttablaðið/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi. Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Sjá meira
Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20