Lýðræðið í hættu vegna nethegðunar Íslendinga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. nóvember 2018 06:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Fréttablaðið/ERNIR Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira