Segir Ísland kannski skást í jafnréttismálum en ekki best Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
„Hugmyndin var sú að birta kort af heiminum og sýna eingöngu þau lönd þar sem konur eru minnst helmingur þingmanna. Þetta er gert til að sýna fram á fáránleika þess að bara þrjú lönd í heiminum hafa náð þessu. Það er pínu sjokkerandi að við Íslendingar séum ekki þarna þar sem við erum náttúrulega heimsmeistarar í jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá Capacent. Hún hefur unnið að verkefninu Women’s World Atlas á vegum Heimsþings kvenleiðtoga sem nú fer fram í Hörpu. Silvana Koch-Mehrin, forseti þingsins, mun kynna verkefnið á þinginu í dag. Þar verður fjallað um stöðu kvenna í heiminum og því velt upp hvers vegna staðan sé svona og hvað sé hægt að gera. Teknar voru saman upplýsingar um stöðu kvenna á þjóðþingum heimsins og í viðskiptalífinu þar sem hlutfall kvenna í forstjórastólum var kannað. Niðurstöðurnar eru þær að aðeins í Rúanda, Bólivíu og á Kúbu eru konur að minnsta kosti helmingur þingmanna. Þegar kemur að fjölda forstjóra er það aðeins í Taílandi og Kambódíu sem konur eru að minnsta kosti helmingur forstjóra. Þórey segir athyglisvert að skoða þetta í samhengi við það sem sé að gerast á Íslandi. „Ef við tökum hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi þá eru bara 11 prósent forstjóra konur og engin kona er forstjóri í skráðu fyrirtæki. Konur eru bara rúmlega 20 prósent framkvæmdastjóra í hundrað stærstu fyrirtækjunum. Það er svolítið sláandi þegar maður horfir á þetta því við erum alltaf að tala um að við séum leiðandi. Kannski ættum við frekar að segja að við séum skást í jafnréttismálum en ekki best.“ Þótt Ísland sé fyrirmynd í jafnréttismálum þurfi líka að sýna auðmýkt og viðurkenna að það sé ennþá töluvert í land. Þórey hefur leitt verkefnið Jafnréttisvísir hjá Capacent. „Þar erum við að vinna með forstjórum íslenskra fyrirtækja að því að greina og innleiða jafnrétti í fyrirtækjum. Við horfum sérstaklega til menningar og hvaða áhrif það hefur á menninguna að fá konur í leiðtogastöður.“ Á þinginu í Hörpu taka þátt rúmlega 400 konur frá um 100 löndum. „Af því að hér eru konur frá svo mörgum löndum þá er ótrúlega magnað að sjá hvað löndin eru misjafnlega stödd í jafnréttismálum. Við erum ljósárum á undan mörgum löndum og það er gaman að geta miðlað því sem við höfum verið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vandamálin og við. Þetta er ótrúlega mikilvægur vettvangur að hittast og skiptast á skoðunum og heyra hvað önnur lönd eru að gera.“ sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira