Snörp orðaskipti á Alþingi: „Eru þetta viðeigandi ummæli að forsætisráðherra fjarstöddum?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 12:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon tókust á á þingi í gærkvöldi undir liðnum fundarstjórn forseta. Til nokkuð snarpra orðaskipta kom á Alþingi í gærkvöldi á milli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, undir liðnum fundarstjórn forseta. Þorgerður Katrín ítrekaði beiðni sína um að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yrði við umræðu um veiðigjöld en nýtt frumvarp til veiðigjalda var rætt til miðnættis á þingi í gær. Forsætisráðherra var ekki við umræðuna í gærkvöldi þar sem hún hafði skyldum að sinna vegna stórrar kvennaráðstefnu sem nú fer fram hér á landi. Þorgerður Katrín kvaðst hafa fyllsta skilning á því að ráðherrann þyrfti að sinna embættiserindum en lagði áherslu á að hún teldi mikilvægt að Katrín yrði viðstödd áframhaldandi umræðu um veiðigjöld á þingi í dag. „Það væri mjög gott og mikilvægt fyrir umræðuna ef að forsætisráðherra kæmi hingað og myndi skýra mál sitt og stefnu og sjónarmið í þessu mikilvæga máli þannig að ég óska eftir skýrum svörum frá forseta,“ sagði Þorgerður Katrín.Þétt dagskrá ráðherra Þingforseti sagðist vera kunnugt um að forsætisráðherra vissi af því að áhugi væri á að ræða við hana. Dagskrá ráðherra væri hins vegar mjög þétt þessa dagana vegna kvennaráðstefnunnar. Því þyrfti að koma því þannig við að ráðherra fengi tiltekinn tíma til að koma í þingið í umræðu um veiðigjöld og svara spurningum. „Ég held að við getum ekki ætlast til þess við þessar aðstæður að forsætisráðherra sem er ekki ráðherra málaflokksins og er ekki með þetta mál heldur er hér háttvirtur sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til staðar í umræðunni og formaður atvinnuveganefndar sem var með málið á sínu forræði inni í nefnd. Þannig að það er langsótt krafa að ætlast til þess að forsætisráðherra sé hér við alla umræðuna,“ sagði Steingrímur J.„Alveg ljóst að hæstvirtur forsætisráðherra gefur ekki mikið fyrir leiðir til samvinnu og sátta“ Þorgerður Katrín sagðist virða það vel og tæki undir að það væri mikilvægt að forsætisráðherra sinnti sínum embættiserindum. „Hitt er það að hér kom bæði innlegg frá hæstvirtum forsætisráðherra í dag sem ég tel rétt og mikilvægt að verði skýrt. Það eru eiginlega að berast nýjar upplýsingar inn í þetta að Vinstri græn vilja ekki að það sé farin sáttaleið í þessu mikilvæga máli. Ég tel að við þurfum að fara yfir það. Það er alveg ljóst að hæstvirtur forsætisráðherra gefur ekki mikið fyrir leiðir til samvinnu og sátta og það þarf að fá betri útskýringu á því,“ sagði Þorgerður Katrín en hér má segja að þingforseta hafi blöskrað þar sem hann hringdi bjöllu sinni og greip fram í fyrir þingmanninum. „Eru þetta viðeigandi ummæli að forsætisráðherra fjarstöddum undir liðnum fundarstjórn forseta?“ spurði Steingrímur. Þorgerður reyndi að grípa orðið til baka en komst ekki að þar sem forseti hélt áfram: „Háttvirtur þingmaður er hér í bullandi pólitík og er að ræða hér um fjarstaddan stjórnmálamann og notar til þess fundarstjórn forseta.“Ætlaði að kanna hvort að ráðherra gæti verið viðstaddur umræðuna í dag Þorgerður sagði þá ágætt að fá þetta fordæmi. „Ég er að reyna að útskýra af hverju ég tel mikilvægt að hæstvirtur forsætisráðherra... ég er búin að undirstrika það að ég sýni því allan skilning að hæstvirtur forsætisráðherra sinni sínum embættisskyldum, ég er ekki að fetta fingur út í það. Það sem ég er að biðja um þá er að hæstvirtum forsætisráðherra verði gefinn tiltekinn tími og ég fagna því ef það verður á morgun ef það hins vegar verður ekki þá óska ég eftir því að það verði tekin afstaða til þess á morgun að fresta umræðunni þangað til að forsætisráðherra getur verið hér og svarað spurningum,“ sagði Þorgerður. Steingrímur kvaðst þá ætla að hafa samband við Katrínu og kanna hvaða möguleika hún hefði á að vera við umræður um veiðigjöld í dag. Vísir hefur haft samband við aðstoðarmann Katrínar til að grennslast fyrir um hvort hún verði viðstödd umræðuna og bíður svara varðandi það. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Lilja Rafney segir tillögur stjórnarandstöðu hygla hinum ríku Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. 23. nóvember 2018 18:45 Vilja veiðigjöld af dagskrá þings Formenn Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa lagt fram rökstudda dagskrártillögu þar sem lagt er til að 2. umræða um veiðigjöld verði tekin af dagskrá. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Til nokkuð snarpra orðaskipta kom á Alþingi í gærkvöldi á milli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, undir liðnum fundarstjórn forseta. Þorgerður Katrín ítrekaði beiðni sína um að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yrði við umræðu um veiðigjöld en nýtt frumvarp til veiðigjalda var rætt til miðnættis á þingi í gær. Forsætisráðherra var ekki við umræðuna í gærkvöldi þar sem hún hafði skyldum að sinna vegna stórrar kvennaráðstefnu sem nú fer fram hér á landi. Þorgerður Katrín kvaðst hafa fyllsta skilning á því að ráðherrann þyrfti að sinna embættiserindum en lagði áherslu á að hún teldi mikilvægt að Katrín yrði viðstödd áframhaldandi umræðu um veiðigjöld á þingi í dag. „Það væri mjög gott og mikilvægt fyrir umræðuna ef að forsætisráðherra kæmi hingað og myndi skýra mál sitt og stefnu og sjónarmið í þessu mikilvæga máli þannig að ég óska eftir skýrum svörum frá forseta,“ sagði Þorgerður Katrín.Þétt dagskrá ráðherra Þingforseti sagðist vera kunnugt um að forsætisráðherra vissi af því að áhugi væri á að ræða við hana. Dagskrá ráðherra væri hins vegar mjög þétt þessa dagana vegna kvennaráðstefnunnar. Því þyrfti að koma því þannig við að ráðherra fengi tiltekinn tíma til að koma í þingið í umræðu um veiðigjöld og svara spurningum. „Ég held að við getum ekki ætlast til þess við þessar aðstæður að forsætisráðherra sem er ekki ráðherra málaflokksins og er ekki með þetta mál heldur er hér háttvirtur sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra til staðar í umræðunni og formaður atvinnuveganefndar sem var með málið á sínu forræði inni í nefnd. Þannig að það er langsótt krafa að ætlast til þess að forsætisráðherra sé hér við alla umræðuna,“ sagði Steingrímur J.„Alveg ljóst að hæstvirtur forsætisráðherra gefur ekki mikið fyrir leiðir til samvinnu og sátta“ Þorgerður Katrín sagðist virða það vel og tæki undir að það væri mikilvægt að forsætisráðherra sinnti sínum embættiserindum. „Hitt er það að hér kom bæði innlegg frá hæstvirtum forsætisráðherra í dag sem ég tel rétt og mikilvægt að verði skýrt. Það eru eiginlega að berast nýjar upplýsingar inn í þetta að Vinstri græn vilja ekki að það sé farin sáttaleið í þessu mikilvæga máli. Ég tel að við þurfum að fara yfir það. Það er alveg ljóst að hæstvirtur forsætisráðherra gefur ekki mikið fyrir leiðir til samvinnu og sátta og það þarf að fá betri útskýringu á því,“ sagði Þorgerður Katrín en hér má segja að þingforseta hafi blöskrað þar sem hann hringdi bjöllu sinni og greip fram í fyrir þingmanninum. „Eru þetta viðeigandi ummæli að forsætisráðherra fjarstöddum undir liðnum fundarstjórn forseta?“ spurði Steingrímur. Þorgerður reyndi að grípa orðið til baka en komst ekki að þar sem forseti hélt áfram: „Háttvirtur þingmaður er hér í bullandi pólitík og er að ræða hér um fjarstaddan stjórnmálamann og notar til þess fundarstjórn forseta.“Ætlaði að kanna hvort að ráðherra gæti verið viðstaddur umræðuna í dag Þorgerður sagði þá ágætt að fá þetta fordæmi. „Ég er að reyna að útskýra af hverju ég tel mikilvægt að hæstvirtur forsætisráðherra... ég er búin að undirstrika það að ég sýni því allan skilning að hæstvirtur forsætisráðherra sinni sínum embættisskyldum, ég er ekki að fetta fingur út í það. Það sem ég er að biðja um þá er að hæstvirtum forsætisráðherra verði gefinn tiltekinn tími og ég fagna því ef það verður á morgun ef það hins vegar verður ekki þá óska ég eftir því að það verði tekin afstaða til þess á morgun að fresta umræðunni þangað til að forsætisráðherra getur verið hér og svarað spurningum,“ sagði Þorgerður. Steingrímur kvaðst þá ætla að hafa samband við Katrínu og kanna hvaða möguleika hún hefði á að vera við umræður um veiðigjöld í dag. Vísir hefur haft samband við aðstoðarmann Katrínar til að grennslast fyrir um hvort hún verði viðstödd umræðuna og bíður svara varðandi það.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Lilja Rafney segir tillögur stjórnarandstöðu hygla hinum ríku Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. 23. nóvember 2018 18:45 Vilja veiðigjöld af dagskrá þings Formenn Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa lagt fram rökstudda dagskrártillögu þar sem lagt er til að 2. umræða um veiðigjöld verði tekin af dagskrá. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45
Lilja Rafney segir tillögur stjórnarandstöðu hygla hinum ríku Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. 23. nóvember 2018 18:45
Vilja veiðigjöld af dagskrá þings Formenn Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa lagt fram rökstudda dagskrártillögu þar sem lagt er til að 2. umræða um veiðigjöld verði tekin af dagskrá. 23. nóvember 2018 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels