Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 09:55 Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Vísir/Vilhelm Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. Breytingunum er ætlað að ná fram „langtímalausn fyrir Icelandair og skuldabréfaeigendur,“ en félaginu var veitt tímabundin undanþága frá skilmálum skuldabréfanna til 30. nóvember, föstudagsins næstkomandi, þegar hluthafafundur Icelandair Group fer fram. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group sem send var til Kauphallarinnar í morgun. Þar er jafnframt drepið á því sem fram kom í fjölmiðlum í gær, að ólíklegt verði að teljast að hægt verði að uppfylla alla fyrirvara kaupsamningsins á WOW Air fyrir fyrrnefndan hluthafafund. Kaupsamningurinn er, eins og áður hefur verið greint frá, gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundarins. Tíðindin hafa komið illa við fjárfesta, talað er um titring í kjölfar tölvupósts sem Skúli Mogensen sendi í gær. Þar sagði hann að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air. Hefur þetta meðal annars orðið til þess að hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað skarpt það sem af er morgni, eða um næstum 7 prósent.Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í kjölfar hluthafafundarins á föstudag segir Icelandair Group að gert sé ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna. Á fundinum verði jafnframt kynntar „aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur.“ Tilkynning Icelandair Group í heild sinni má lesa hér að neðan.Viðræður við skuldabréfaeigendur Icelandair Group standa yfir um langtímalausn í kjölfar þess að útgefanda var veitt tímabundin undanþága til 30. nóvember 2018 frá fjárhagslegum skilmálum skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 190 milljónir með auðkenni ISIN NO0010776982 og skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 23,66 milljónir með auðkennið ISIN IS0000025427.Í tilkynningu Icelandair Group 26. nóvember 2018 kom fram að ólíklegt sé að allir fyrirvarar kaupsamnings félagsins á WOW air hf. verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group þann 30. nóvember 2018. Kaupsamningurinn er jafnframt gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group.Gert er ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna í kjölfar hluthafafundar Icelandair Group 30. nóvember 2018. Kynntar verða aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0 Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. Breytingunum er ætlað að ná fram „langtímalausn fyrir Icelandair og skuldabréfaeigendur,“ en félaginu var veitt tímabundin undanþága frá skilmálum skuldabréfanna til 30. nóvember, föstudagsins næstkomandi, þegar hluthafafundur Icelandair Group fer fram. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group sem send var til Kauphallarinnar í morgun. Þar er jafnframt drepið á því sem fram kom í fjölmiðlum í gær, að ólíklegt verði að teljast að hægt verði að uppfylla alla fyrirvara kaupsamningsins á WOW Air fyrir fyrrnefndan hluthafafund. Kaupsamningurinn er, eins og áður hefur verið greint frá, gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundarins. Tíðindin hafa komið illa við fjárfesta, talað er um titring í kjölfar tölvupósts sem Skúli Mogensen sendi í gær. Þar sagði hann að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air. Hefur þetta meðal annars orðið til þess að hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað skarpt það sem af er morgni, eða um næstum 7 prósent.Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í kjölfar hluthafafundarins á föstudag segir Icelandair Group að gert sé ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna. Á fundinum verði jafnframt kynntar „aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur.“ Tilkynning Icelandair Group í heild sinni má lesa hér að neðan.Viðræður við skuldabréfaeigendur Icelandair Group standa yfir um langtímalausn í kjölfar þess að útgefanda var veitt tímabundin undanþága til 30. nóvember 2018 frá fjárhagslegum skilmálum skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 190 milljónir með auðkenni ISIN NO0010776982 og skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 23,66 milljónir með auðkennið ISIN IS0000025427.Í tilkynningu Icelandair Group 26. nóvember 2018 kom fram að ólíklegt sé að allir fyrirvarar kaupsamnings félagsins á WOW air hf. verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group þann 30. nóvember 2018. Kaupsamningurinn er jafnframt gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group.Gert er ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna í kjölfar hluthafafundar Icelandair Group 30. nóvember 2018. Kynntar verða aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37