Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 09:01 Fyrirhuguð kaup Icelandair á WOW verða tekin fyrir á hluthafafundi Icelandair Group á föstudag. Vísir/Vilhelm „Við erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum og klárum hana til enda eins og var lagt upp með, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar Icelandair group, spurður út í tölvupóst sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sendi til starfsmanna WOW í gær.Í tölvupóstinum sagði Skúli að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air.Morgunblaðið fullyrðir í dag að tölvupóstur Skúla hafi valdið miklum titringi innan Icelandair og í raun komið forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu. Er því haldið fram að ummæli Skúla gætu komið til skoðunar Samkeppniseftirlitsins því stofnunin vilji kanna alla möguleika umfram þann að heimila kaup Icelandair á WOW.Hluthafar verða að leggja blessun sína á kaupin Úlfar vildi lítið tjá sig um það hvort að þessi tölvupóstur Skúla hefði valdið titringi innan Icelandair. Í samtali við Vísi minnti hann á boðað hefði verið til hluthafafundar félagsins næstkomandi föstudag, þar sem ræða á hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW Air, á sínum tíma þegar fyrstu fregnir bárust af málinu í upphafi mánaðar.Úlfar Steindórsson.„Sem er partur af þessu þar sem hluthafarnir þurfa að staðfesta það ef þessi viðskipti eiga að fara fram. Það er svo sem ekkert nýtt í því, hann var boðaður eftir að menn fóru af stað í verkið,“ segir Úlfar. Hann segir Icelandair vinna enn að þessum fyrirhuguðu kaupum. „Og sú vinna heldur bara áfram,“ segir Úlfar.Viðskipti stöðvuð í gær Icelandair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé WOW Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins á föstudag þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. Viðskipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöllinni í gærmorgun. Var það gert að beiðni Fjármálaeftirlitsins til að tryggja jafnræði fjárfesta. Icelandair WOW Air Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Við erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum og klárum hana til enda eins og var lagt upp með, hver svo sem niðurstaðan verður,“ segir Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar Icelandair group, spurður út í tölvupóst sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sendi til starfsmanna WOW í gær.Í tölvupóstinum sagði Skúli að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air.Morgunblaðið fullyrðir í dag að tölvupóstur Skúla hafi valdið miklum titringi innan Icelandair og í raun komið forsvarsmönnum félagsins í opna skjöldu. Er því haldið fram að ummæli Skúla gætu komið til skoðunar Samkeppniseftirlitsins því stofnunin vilji kanna alla möguleika umfram þann að heimila kaup Icelandair á WOW.Hluthafar verða að leggja blessun sína á kaupin Úlfar vildi lítið tjá sig um það hvort að þessi tölvupóstur Skúla hefði valdið titringi innan Icelandair. Í samtali við Vísi minnti hann á boðað hefði verið til hluthafafundar félagsins næstkomandi föstudag, þar sem ræða á hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW Air, á sínum tíma þegar fyrstu fregnir bárust af málinu í upphafi mánaðar.Úlfar Steindórsson.„Sem er partur af þessu þar sem hluthafarnir þurfa að staðfesta það ef þessi viðskipti eiga að fara fram. Það er svo sem ekkert nýtt í því, hann var boðaður eftir að menn fóru af stað í verkið,“ segir Úlfar. Hann segir Icelandair vinna enn að þessum fyrirhuguðu kaupum. „Og sú vinna heldur bara áfram,“ segir Úlfar.Viðskipti stöðvuð í gær Icelandair sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé WOW Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins á föstudag þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. Viðskipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöllinni í gærmorgun. Var það gert að beiðni Fjármálaeftirlitsins til að tryggja jafnræði fjárfesta.
Icelandair WOW Air Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent