Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2018 16:34 Dacia Duster jepplingurinn. Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum.Duster-bílarnir eru algeng sjón á vegum landsins en undanfarin ár hafabílaleigur keypt fjölmarga slíka bíla og leigt þá út til ferðamanna.Maðurinn er grunaður um minnst sex innbrot í Duster-bíla á tímabilinu 12. nóvember til 20. nóvember. Maðurinn var handtekinn eftir að brotist var inn í Duster-bíl sem var undir eftirliti lögreglu þann 20. nóvember. Lögregla bar kenns á manninn af myndupptökum þar sem sjá má mann brjótast inn í bílinn og stela þaðan fartölvu.Við skýrslutöku neitaði hann sök, sagðist ekki þekkja sig af myndbandsupptökunum og að fartölvuna, samskonar þeirri sem stolið var úr bílnum, hafi hann fundið við ruslagám við Hallgrímskirkju.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms.Vísir/VilhelmHandtekinn klæddur í jakka sem saknað var eftir innbrot í Duster Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stolið myndavélum og drónum að andvirði 800 þúsund króna úr Duster-bíl þann 18. nóvember. Er hann einnig grunaður um að hafa meðal annars stolið myndavél, gleraugum og jakka en er hann var handtekinn þann 12. nóvember eftir innbrot í Duster-bíl var hann klæddur í jakkann sem saknað var eftir innbrotið. Sagðist maðurinn hins vegar hafa fengið jakkann tveimur dögum áður. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að rannsókn lögreglu á innbrotunum sé á frumstigi og verið sé að leita að því þýfi sem ekki hafi fundist eftir innbrotin. Þá sé verið að rannsaka hvort að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Þá séu einnig til rannsóknar fjöldi annarra sambærilegra mála á hendur manninum. Veruleg hætta sé á því að maðurinn torveldi rannsókn málsins gangi hann laus og fór lögregla því fram á að maðurinn sæti einangrun til 28. nóvember næstkomandi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglu og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms í dag. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum.Duster-bílarnir eru algeng sjón á vegum landsins en undanfarin ár hafabílaleigur keypt fjölmarga slíka bíla og leigt þá út til ferðamanna.Maðurinn er grunaður um minnst sex innbrot í Duster-bíla á tímabilinu 12. nóvember til 20. nóvember. Maðurinn var handtekinn eftir að brotist var inn í Duster-bíl sem var undir eftirliti lögreglu þann 20. nóvember. Lögregla bar kenns á manninn af myndupptökum þar sem sjá má mann brjótast inn í bílinn og stela þaðan fartölvu.Við skýrslutöku neitaði hann sök, sagðist ekki þekkja sig af myndbandsupptökunum og að fartölvuna, samskonar þeirri sem stolið var úr bílnum, hafi hann fundið við ruslagám við Hallgrímskirkju.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms.Vísir/VilhelmHandtekinn klæddur í jakka sem saknað var eftir innbrot í Duster Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stolið myndavélum og drónum að andvirði 800 þúsund króna úr Duster-bíl þann 18. nóvember. Er hann einnig grunaður um að hafa meðal annars stolið myndavél, gleraugum og jakka en er hann var handtekinn þann 12. nóvember eftir innbrot í Duster-bíl var hann klæddur í jakkann sem saknað var eftir innbrotið. Sagðist maðurinn hins vegar hafa fengið jakkann tveimur dögum áður. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að rannsókn lögreglu á innbrotunum sé á frumstigi og verið sé að leita að því þýfi sem ekki hafi fundist eftir innbrotin. Þá sé verið að rannsaka hvort að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Þá séu einnig til rannsóknar fjöldi annarra sambærilegra mála á hendur manninum. Veruleg hætta sé á því að maðurinn torveldi rannsókn málsins gangi hann laus og fór lögregla því fram á að maðurinn sæti einangrun til 28. nóvember næstkomandi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglu og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms í dag.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira