Pólitískt millifærslukerfi Kristján Þór Júlíusson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Markmið frumvarps um veiðigjald sem er til umræðu á Alþingi er að færa álagningu gjaldsins nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt að gera stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri. Frumvarpið var unnið í samráði við veiðigjaldsnefnd, Fiskistofu og embætti ríkisskattstjóra og var lagt fram á Alþingi 25. september sl. Í kjölfarið hélt ég 11 opna fundi um allt land til að kynna frumvarpið og taka þátt í rökræðum. Atvinnuveganefnd Alþingis var með málið til meðferðar í um tvo mánuði og hélt um það 11 fundi og tók á móti um 100 gestum. Það var merkilegt að taka þátt í 2. umræðu um frumvarpið fyrir helgi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki samstíga í gagnrýni sinni – héldu því ýmist fram að verið væri að lækka veiðigjald um marga milljarða á meðan aðrir fullyrtu að frumvarpið myndi „tryggja ofurskattlagningu í sessi“. Viðbrögð þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar eftir tveggja mánaða yfirlegu voru þau að leggja fram breytingartillögu sem gerir raunar ekki eina einustu breytingu á þeirri aðferð við innheimtu og álagningu veiðigjalds sem frumvarpið kveður á um. Hins vegar felst í tillögunni að innkalla allar aflaheimildir á 20 ára tímabili og endurúthluta þeim síðan aftur. Þannig leggja flokkarnir til í 250 orða breytingartillögu við frumvarp um veiðigjald að kollvarpa því fiskveiðistjórnunarkerfi sem Íslendingar hafa byggt upp og er talið í fremstu röð á heimsvísu. Þingmennirnir láta reyndar vera að útfæra með hvaða hætti þeir ætla að endurúthluta aflaheimildum. Þeir reyna í engu að varpa ljósi á hver fjárhagsleg áhrif breytinganna verða á ríkissjóð eða íslenskan sjávarútveg. Hvernig standa á að því millifærslukerfi sem flokkarnir hafa allir talað fyrir og mun veita stjórnmálamönnum hvers tíma það vald að úthluta aflaheimildum, er í engu svarað nú sem fyrr. Þessum spurningum og fleiri til þarf stjórnarandstaðan að svara þegar umræða um málið heldur áfram á Alþingi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið frumvarps um veiðigjald sem er til umræðu á Alþingi er að færa álagningu gjaldsins nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt að gera stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri. Frumvarpið var unnið í samráði við veiðigjaldsnefnd, Fiskistofu og embætti ríkisskattstjóra og var lagt fram á Alþingi 25. september sl. Í kjölfarið hélt ég 11 opna fundi um allt land til að kynna frumvarpið og taka þátt í rökræðum. Atvinnuveganefnd Alþingis var með málið til meðferðar í um tvo mánuði og hélt um það 11 fundi og tók á móti um 100 gestum. Það var merkilegt að taka þátt í 2. umræðu um frumvarpið fyrir helgi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki samstíga í gagnrýni sinni – héldu því ýmist fram að verið væri að lækka veiðigjald um marga milljarða á meðan aðrir fullyrtu að frumvarpið myndi „tryggja ofurskattlagningu í sessi“. Viðbrögð þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar eftir tveggja mánaða yfirlegu voru þau að leggja fram breytingartillögu sem gerir raunar ekki eina einustu breytingu á þeirri aðferð við innheimtu og álagningu veiðigjalds sem frumvarpið kveður á um. Hins vegar felst í tillögunni að innkalla allar aflaheimildir á 20 ára tímabili og endurúthluta þeim síðan aftur. Þannig leggja flokkarnir til í 250 orða breytingartillögu við frumvarp um veiðigjald að kollvarpa því fiskveiðistjórnunarkerfi sem Íslendingar hafa byggt upp og er talið í fremstu röð á heimsvísu. Þingmennirnir láta reyndar vera að útfæra með hvaða hætti þeir ætla að endurúthluta aflaheimildum. Þeir reyna í engu að varpa ljósi á hver fjárhagsleg áhrif breytinganna verða á ríkissjóð eða íslenskan sjávarútveg. Hvernig standa á að því millifærslukerfi sem flokkarnir hafa allir talað fyrir og mun veita stjórnmálamönnum hvers tíma það vald að úthluta aflaheimildum, er í engu svarað nú sem fyrr. Þessum spurningum og fleiri til þarf stjórnarandstaðan að svara þegar umræða um málið heldur áfram á Alþingi í dag.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun