Pólitískt millifærslukerfi Kristján Þór Júlíusson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Markmið frumvarps um veiðigjald sem er til umræðu á Alþingi er að færa álagningu gjaldsins nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt að gera stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri. Frumvarpið var unnið í samráði við veiðigjaldsnefnd, Fiskistofu og embætti ríkisskattstjóra og var lagt fram á Alþingi 25. september sl. Í kjölfarið hélt ég 11 opna fundi um allt land til að kynna frumvarpið og taka þátt í rökræðum. Atvinnuveganefnd Alþingis var með málið til meðferðar í um tvo mánuði og hélt um það 11 fundi og tók á móti um 100 gestum. Það var merkilegt að taka þátt í 2. umræðu um frumvarpið fyrir helgi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki samstíga í gagnrýni sinni – héldu því ýmist fram að verið væri að lækka veiðigjald um marga milljarða á meðan aðrir fullyrtu að frumvarpið myndi „tryggja ofurskattlagningu í sessi“. Viðbrögð þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar eftir tveggja mánaða yfirlegu voru þau að leggja fram breytingartillögu sem gerir raunar ekki eina einustu breytingu á þeirri aðferð við innheimtu og álagningu veiðigjalds sem frumvarpið kveður á um. Hins vegar felst í tillögunni að innkalla allar aflaheimildir á 20 ára tímabili og endurúthluta þeim síðan aftur. Þannig leggja flokkarnir til í 250 orða breytingartillögu við frumvarp um veiðigjald að kollvarpa því fiskveiðistjórnunarkerfi sem Íslendingar hafa byggt upp og er talið í fremstu röð á heimsvísu. Þingmennirnir láta reyndar vera að útfæra með hvaða hætti þeir ætla að endurúthluta aflaheimildum. Þeir reyna í engu að varpa ljósi á hver fjárhagsleg áhrif breytinganna verða á ríkissjóð eða íslenskan sjávarútveg. Hvernig standa á að því millifærslukerfi sem flokkarnir hafa allir talað fyrir og mun veita stjórnmálamönnum hvers tíma það vald að úthluta aflaheimildum, er í engu svarað nú sem fyrr. Þessum spurningum og fleiri til þarf stjórnarandstaðan að svara þegar umræða um málið heldur áfram á Alþingi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Markmið frumvarps um veiðigjald sem er til umræðu á Alþingi er að færa álagningu gjaldsins nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt að gera stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri. Frumvarpið var unnið í samráði við veiðigjaldsnefnd, Fiskistofu og embætti ríkisskattstjóra og var lagt fram á Alþingi 25. september sl. Í kjölfarið hélt ég 11 opna fundi um allt land til að kynna frumvarpið og taka þátt í rökræðum. Atvinnuveganefnd Alþingis var með málið til meðferðar í um tvo mánuði og hélt um það 11 fundi og tók á móti um 100 gestum. Það var merkilegt að taka þátt í 2. umræðu um frumvarpið fyrir helgi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki samstíga í gagnrýni sinni – héldu því ýmist fram að verið væri að lækka veiðigjald um marga milljarða á meðan aðrir fullyrtu að frumvarpið myndi „tryggja ofurskattlagningu í sessi“. Viðbrögð þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar eftir tveggja mánaða yfirlegu voru þau að leggja fram breytingartillögu sem gerir raunar ekki eina einustu breytingu á þeirri aðferð við innheimtu og álagningu veiðigjalds sem frumvarpið kveður á um. Hins vegar felst í tillögunni að innkalla allar aflaheimildir á 20 ára tímabili og endurúthluta þeim síðan aftur. Þannig leggja flokkarnir til í 250 orða breytingartillögu við frumvarp um veiðigjald að kollvarpa því fiskveiðistjórnunarkerfi sem Íslendingar hafa byggt upp og er talið í fremstu röð á heimsvísu. Þingmennirnir láta reyndar vera að útfæra með hvaða hætti þeir ætla að endurúthluta aflaheimildum. Þeir reyna í engu að varpa ljósi á hver fjárhagsleg áhrif breytinganna verða á ríkissjóð eða íslenskan sjávarútveg. Hvernig standa á að því millifærslukerfi sem flokkarnir hafa allir talað fyrir og mun veita stjórnmálamönnum hvers tíma það vald að úthluta aflaheimildum, er í engu svarað nú sem fyrr. Þessum spurningum og fleiri til þarf stjórnarandstaðan að svara þegar umræða um málið heldur áfram á Alþingi í dag.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun