Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 18:45 Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti.Rétt er að taka fram að viðtal við móðurina var tekið upp við Ísaksskóla, en drengurinn stundar ekki nám þar og er Ísaksskóli því ekki tengdur málinu. „Ég bugaðist þennan morgun þegar hann sagði við mig að hann langaði að hætta í skóla. Það væri alltaf verið að stríða honum. Ég bara gat ekki meir,“ segir Dagmar Ýr en þennan föstudagsmorgun skrifaði Dagmar Ýr einlæga facebookfærslu sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar um hún gróft einelti sem sex ára gamall sonur hennar, Gunnar Holger verður fyrir. Hún lýsir því hversu spenntur Gunnar hafi verið að hefja skólagöngu sína í haust. Spennan hafi hins vegar verið fljót að hverfa þar sem eineltið byrjaði strax, fyrsta skóladaginn. Hún segir að Gunnar sé beittur grófu ofbeldi í skólanum nánast alla daga. „Það er verið að hóta því að drepa hann. Barnið er í fyrsta bekk. Þetta bara er ekki hægt,“ segir Dagmar.Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði.Stöð 2Það séu bæði krakkar í bekknum sem leggi hann í einelti og eldri krakkar. „Hann lét mig vita af því að hann hafi verið skorinn hérna með blíanti hérna hjá auganu og að honum hafi verið hrint utan í vegg með hausinn á undan.“ Dagmar segir að á hverju kvöldi byrji Gunnar að tala um hvort hann megi vera í fríi daginn eftir eða að hann sé veikur. Hún segir að skólayfirvöld og kennara hafi gert sitt allra besta til að finna lausnir á ástandinu að, en eineltið heldur áfram. Hún vill ekki að Gunnar skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. „Ég veit ekki hvað ég get gert eða hvað ég á að gera því hann er svo lítill og mig langar bara að vernda hann. Hvernig maður getur það þegar hann verður að fara í skólann, veit ég ekki,“ segir Dagmar Ýr. Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstundafræði, segir einelti mjög algengt meðal barna á leikskólaaldri og í byrjun grunnskóla. Á Norðurlöndunum séu til að mynda um tólf prósent leikskólabarna lögð í einelti. Hann útskýrir að gerendur sem séu svona ungir átti sig oftast ekki á alvarleikanum. Ábyrgðin liggi hjá foreldrum gerendanna. „Maður útvistar ekki ábyrgðina á uppeldi barnanna sinna til skólans. Það er bara svo einfalt,“ segir Ársæll og bætir við að foreldrar þolenda eigi að reyna vinna að lausn með skólanum og foreldrum gerenda. Það sé mikilvægt að þolandi beri ekki ábyrgðina og eigi ekki að taka á sig að skipta um skóla þar sem ákveðin hætta fylgi því að koma nýr inn í annan skóla. Gunnar Holger segir að einelti sé aldrei í lagi og honum líði illa þegar krakkarnir stríði honum.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira