Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2018 08:00 Sr. Ólafur er sóknarprestur í Grensáskirkju, en er í leyfi. Fréttablaðið/Eyþór Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur staðfest að sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, gerðist sekur um siðferðisbrot með því að sleikja kinnar kvenna, halda þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefa þeim fótanudd án samþykkis. Biskup ætlar að skoða hvort hann treysti sr. Ólafi áfram til að gegna stöðu prests við þjóðkirkjuna. Sr. Ólafur, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, hefur verið í leyfi frá því sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu síðastliðinn vetur. Að endingu komst úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn tveimur kvennanna. Samt sem áður voru sögur þeirra allra keimlíkar þar sem þær lýstu áreitni guðsmannsins ítarlega og af festu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017. Hún hefur tilkynnt Ólafi að hann verði áfram í leyfi á meðan farið verði yfir niðurstöðu nefndarinnar. „Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu, Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína,“ segir biskup. Af orðum Agnesar má skilja að hún treysti sr. Ólafi ekki fullkomlega til að starfa áfram sem prestur við þjóðkirkjuna. Nú mun hún fara vandlega yfir málið. „Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í bígerð breyting á Grensásprestakalli. Skoðað er að sameina Grensásprestakall og Bústaðaprestakall og þannig komast hjá því að setja sr. Ólaf aftur inn í embætti sem sóknarprest í Grensásprestakalli. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur staðfest að sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensásprestakalli, gerðist sekur um siðferðisbrot með því að sleikja kinnar kvenna, halda þeim á lofti á meðan hann faðmaði þær og gefa þeim fótanudd án samþykkis. Biskup ætlar að skoða hvort hann treysti sr. Ólafi áfram til að gegna stöðu prests við þjóðkirkjuna. Sr. Ólafur, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, hefur verið í leyfi frá því sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu síðastliðinn vetur. Að endingu komst úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn tveimur kvennanna. Samt sem áður voru sögur þeirra allra keimlíkar þar sem þær lýstu áreitni guðsmannsins ítarlega og af festu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi Ólaf í leyfi sumarið 2017. Hún hefur tilkynnt Ólafi að hann verði áfram í leyfi á meðan farið verði yfir niðurstöðu nefndarinnar. „Velferð þolenda skal ávallt í hávegum höfð í málum sem þessu, Við verðum almennt að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja sögu sína,“ segir biskup. Af orðum Agnesar má skilja að hún treysti sr. Ólafi ekki fullkomlega til að starfa áfram sem prestur við þjóðkirkjuna. Nú mun hún fara vandlega yfir málið. „Skylda presta er fyrst og fremst gagnvart sóknarbörnunum. Milli þeirra og prests verður að ríkja traust og eins milli presta sem starfa saman. Ef það traust hverfur þá lít ég svo á að skoða verði hvort prestur sé í stöðu til að veita þjónustu áfram.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í bígerð breyting á Grensásprestakalli. Skoðað er að sameina Grensásprestakall og Bústaðaprestakall og þannig komast hjá því að setja sr. Ólaf aftur inn í embætti sem sóknarprest í Grensásprestakalli.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira