Aldargamalt fullveldi þarf að glíma við fjölbreytta ógn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira