Lilja Rafney segir tillögur stjórnarandstöðu hygla hinum ríku Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 18:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag. Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag.
Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira