Meistaraverk Óttar Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Jólabókavertíðin er hafin og forlögin kynna af miklu kappi nýjar bækur. Samkeppnin er hörð enda fer bóksala og áhugi á bókum hratt minnkandi. Tölvuleikir og netsamskipti hafa náð yfirhöndinni. Bókin er á hröðu undanhaldi eins og sjá má út um allt samfélagið. Fyrir einhverjum árum sátu allir flugfarþegar með bók en núna eru flestir með tölvuskjá og horfa á skemmtiefni. Á biðstofum lækna og opinberra stofnana rýna menn í símann sinn en láta blöð og bækur afskiptalaus. Fæstir nenna að lesa langa doðranta og fólk velur hraða viðburðarás kvikmyndaheimsins. Bóklæsi víkur fyrir myndlæsi. Bókaútgefendur eiga heiður skilinn fyrir elju sína og þvermóðsku. Miklu skiptir að auglýsa bækur við þessar erfiðu kringumstæður. Það er venjulega gert með tilvitnunum í gagnrýnendur eða valinkunna gáfumenn sem tjá sig á netinu. Það vekur athygli og ánægju að allar bækur sem eru til umfjöllunar eru meistaraverk. Fjölmiðlar nota stjörnugjöf til að raða bókum í flokka og stærstur hlutinn fær fullt hús stiga, 4-5 stjörnur. Þegar bókmenntarýni samtímans er lesin mætti halda að þjóðin ætti sér nýjan Laxness, Hemingway eða jafnvel Shakespeare í hverri hillu. Einungis hástemmd lýsingarorð ná utan um alla þessa nýútkomnu snilld. Gagnrýnendur fyllast sæluhrolli við lesturinn og höfundar sigla með himinskautum í allri umfjöllun. „Íslands óhamingju verður allt að vopni,“ var einu sinni sagt. Það er sorglegt að bókin skuli vera deyjandi fyrirbæri einmitt þegar íslenskir höfundar hafa náð þessum bókmenntalegu hæðum. Þegar allt benti til þess að þeir væru að sigra heiminn með snilld sinni, gaf bókin upp öndina og framhaldsþættir á Netflix tóku við. Þetta heitir á vondu máli að toppa á kolvitlausum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Jólabókavertíðin er hafin og forlögin kynna af miklu kappi nýjar bækur. Samkeppnin er hörð enda fer bóksala og áhugi á bókum hratt minnkandi. Tölvuleikir og netsamskipti hafa náð yfirhöndinni. Bókin er á hröðu undanhaldi eins og sjá má út um allt samfélagið. Fyrir einhverjum árum sátu allir flugfarþegar með bók en núna eru flestir með tölvuskjá og horfa á skemmtiefni. Á biðstofum lækna og opinberra stofnana rýna menn í símann sinn en láta blöð og bækur afskiptalaus. Fæstir nenna að lesa langa doðranta og fólk velur hraða viðburðarás kvikmyndaheimsins. Bóklæsi víkur fyrir myndlæsi. Bókaútgefendur eiga heiður skilinn fyrir elju sína og þvermóðsku. Miklu skiptir að auglýsa bækur við þessar erfiðu kringumstæður. Það er venjulega gert með tilvitnunum í gagnrýnendur eða valinkunna gáfumenn sem tjá sig á netinu. Það vekur athygli og ánægju að allar bækur sem eru til umfjöllunar eru meistaraverk. Fjölmiðlar nota stjörnugjöf til að raða bókum í flokka og stærstur hlutinn fær fullt hús stiga, 4-5 stjörnur. Þegar bókmenntarýni samtímans er lesin mætti halda að þjóðin ætti sér nýjan Laxness, Hemingway eða jafnvel Shakespeare í hverri hillu. Einungis hástemmd lýsingarorð ná utan um alla þessa nýútkomnu snilld. Gagnrýnendur fyllast sæluhrolli við lesturinn og höfundar sigla með himinskautum í allri umfjöllun. „Íslands óhamingju verður allt að vopni,“ var einu sinni sagt. Það er sorglegt að bókin skuli vera deyjandi fyrirbæri einmitt þegar íslenskir höfundar hafa náð þessum bókmenntalegu hæðum. Þegar allt benti til þess að þeir væru að sigra heiminn með snilld sinni, gaf bókin upp öndina og framhaldsþættir á Netflix tóku við. Þetta heitir á vondu máli að toppa á kolvitlausum tíma.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar