Þeir sem skulda sektir mega búast við handtöku Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2018 11:59 Páll Winkel í nýju fangelsi á Hólmsheiði. Hann getur tekið við fleiri föngum og nú verður gengið harðar eftir sektargreiðslum en áður. Fbl/Anton Brink Þeir sem ekki hafa greitt sektir mega búast við handtöku verði ekki samið um greiðslur sekta. Með fjölgun rýma í fangelsum landsins gefst aukið svigrúm til að fullnusta vararefsingar í fangelsum landsins. Um áramót hefst sérstakt átak þar sem einstaklingar sem ekki hafa greitt sektir verða boðaðir til afplánunar vararefsinga í fangelsi.Menn verða að fara að borga, segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Ef menn vilja komast hjá fangelsisvist er því brýnt að þeir sem ekki hafa greitt sektir bregðist skjótt við þannig að komast megi hjá afplánun í fangelsi. Er áætlað að um 10 fangelsisrými verði framvegis nýtt í þessum tilgangi. „Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir sem skulda sektir og hafa ekki greitt þær á tilskildum tíma þurfa að ganga frá greiðslum strax eða semja um greiðslur við innheimtumiðstöð. Að öðrum kosti mega þeir búast við því að verða handteknir og færðir til afplánunar vararefsingar,“ segir Páll. Þannig er ljóst að þeir sem skulda sektir ættu að spara við sig í jólainnkaupum. Um er að ræða mörg hundruð manns sem skulda sektir og mega því fara að skoða sína stöðu vilji þeir komast hjá fangelsisvist sem getur verið allt frá fáeinum dögum í fangelsi í allt að einu ári. Um er að ræða sektir frá fáum þúsundum upp í margar milljónir. „Við höfum lengi þurft að forgangsraða í fangelsin og þessi hópur hefur verið látinn bíða en á því verður breyting á næstunni. Þetta er alls kyns sektir. Í dæmaskyni má nefna umferðarlagabrot og öll önnur brot þar sem einstaklingur er gert að greiða sektir til ríkissjóðs vegna lögbrota.“ Fangelsismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þeir sem ekki hafa greitt sektir mega búast við handtöku verði ekki samið um greiðslur sekta. Með fjölgun rýma í fangelsum landsins gefst aukið svigrúm til að fullnusta vararefsingar í fangelsum landsins. Um áramót hefst sérstakt átak þar sem einstaklingar sem ekki hafa greitt sektir verða boðaðir til afplánunar vararefsinga í fangelsi.Menn verða að fara að borga, segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Ef menn vilja komast hjá fangelsisvist er því brýnt að þeir sem ekki hafa greitt sektir bregðist skjótt við þannig að komast megi hjá afplánun í fangelsi. Er áætlað að um 10 fangelsisrými verði framvegis nýtt í þessum tilgangi. „Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir sem skulda sektir og hafa ekki greitt þær á tilskildum tíma þurfa að ganga frá greiðslum strax eða semja um greiðslur við innheimtumiðstöð. Að öðrum kosti mega þeir búast við því að verða handteknir og færðir til afplánunar vararefsingar,“ segir Páll. Þannig er ljóst að þeir sem skulda sektir ættu að spara við sig í jólainnkaupum. Um er að ræða mörg hundruð manns sem skulda sektir og mega því fara að skoða sína stöðu vilji þeir komast hjá fangelsisvist sem getur verið allt frá fáeinum dögum í fangelsi í allt að einu ári. Um er að ræða sektir frá fáum þúsundum upp í margar milljónir. „Við höfum lengi þurft að forgangsraða í fangelsin og þessi hópur hefur verið látinn bíða en á því verður breyting á næstunni. Þetta er alls kyns sektir. Í dæmaskyni má nefna umferðarlagabrot og öll önnur brot þar sem einstaklingur er gert að greiða sektir til ríkissjóðs vegna lögbrota.“
Fangelsismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira