Körfubolti

Kyrie: Til fjandans með þessa þakkargjörðarhátíð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Irving er sérstakur maður. Í fyrra var hann fullviss um að jörðin væri flöt.
Irving er sérstakur maður. Í fyrra var hann fullviss um að jörðin væri flöt. vísir/getty
Kyrie Irving, leikmaður Boston Celtics, heldur ekki upp á Þakkargjörðarhátíðina og var svo sannarlega ekki í neinu hátíðarskapi eftir tap síns liðs gegn Knicks á miðvikudag.

Eins og gengur var hann í viðtölum eftir leikinn og einn blaðamaður óskaði honum kurteislega gleðilegrar þakkargjörðarhátíðar eftir viðtalið.

Þá brást Irving mjög óvænt hinn versti við. Sagðist ekki halda upp á þessa hátíð og sagði að hún mætti fara til fjandans.





Eins og sjá má hér að ofan sá Irving eftir þessu upphlaupi sínu.

Ástæðan fyrir því að hann hefur snúið bakið við þessari hátíð tengist ömmu hans sem er af indjánaættum. Hann hefur tekið þessari arfleifð sinni opnum örmum og er meðal annars með merki ættbálksins húðflúraðan aftan á hálsinn.

Hann lét sig taka sig inn í ættbálkinn fyrr á árinu og fékk þá indjánanafnið Litla fjallið. Það held ég.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×