Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Donald Trump er hann ræddi við hermenn í síma í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú að loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó um óákveðinn tíma ef ríkisstjórn hans kemst að þeirri niðurstöðu að mexíkóska ríkisstjórnin hafi „misst alla stjórn“. Forsetinn vísaði sérstaklega til ástandsins í mexíkósku landamæraborginni Tijuana. Þangað er stór hluti hinnar svokölluðu flóttamannalestar, sem Trump ræddi mikið um í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Hann sagði ástandið þar nú „afar slæmt“ og sagði samkvæmt fréttaveitu AP: „Ef við komumst að því að það er ekki hægt að hafa stjórn á ástandinu þarna þá munum við loka fyrir allan aðgang að Bandaríkjunum þar til hægt er að hafa stjórn á svæðinu á ný. Loka öllum landamærunum.“ Hundruð íbúa Tijuana hafa mótmælt komu flóttafólksins að undanförnu. Í vikunni var greint frá því að um 3.000 flóttamenn væru komnir til borgarinnar og að mótmælendur hefðu heyrst hrópa: „Út, út, út! Við viljum ykkur ekki í Tijuana.“ Trump fyrirskipaði í aðdraganda kosninganna fyrr í mánuðinum að senda skyldi þúsundir hermanna að landamærunum til þess að tryggja öryggi þar. Frá því að þeir komu að landamærunum hafa hermennirnir lítið haft að gera. Í viðtölum við Vice um miðjan mánuð sögðu hermenn að þeir hefðu verið að koma upp gaddavír en lítið annað gert. Aukinheldur sagði Trump í gær að ef nauðsyn krefur mættu hermenn beita banvænum vopnum gegn þeim sem reyna að komast yfir landamærin. „Ég vona að hermennirnir þurfi þess ekki. En ég á ekki annarra kosta völ. Við erum að fást við afar harðsvírað fólk.“ Alríkisdómari sagði á þriðjudag að Trump mætti ekki neita öllum sem fara yfir landamærin ólöglega um hæli. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað. Forsetinn sagði í tísti í gær að það væri ekki hlutverk dómara að reyna að setja lög um öryggismál og landamærin, né nokkuð annað. „Þeir vita ekkert um þetta og draga úr öryggi. Okkar frábæra löggæslufólk VERÐUR AÐ FÁ AÐ VINNA VINNUNA SÍNA. Ef það má ekki hættum við á glundroða, meiðslum og dauða.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Ameríka Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú að loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó um óákveðinn tíma ef ríkisstjórn hans kemst að þeirri niðurstöðu að mexíkóska ríkisstjórnin hafi „misst alla stjórn“. Forsetinn vísaði sérstaklega til ástandsins í mexíkósku landamæraborginni Tijuana. Þangað er stór hluti hinnar svokölluðu flóttamannalestar, sem Trump ræddi mikið um í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Hann sagði ástandið þar nú „afar slæmt“ og sagði samkvæmt fréttaveitu AP: „Ef við komumst að því að það er ekki hægt að hafa stjórn á ástandinu þarna þá munum við loka fyrir allan aðgang að Bandaríkjunum þar til hægt er að hafa stjórn á svæðinu á ný. Loka öllum landamærunum.“ Hundruð íbúa Tijuana hafa mótmælt komu flóttafólksins að undanförnu. Í vikunni var greint frá því að um 3.000 flóttamenn væru komnir til borgarinnar og að mótmælendur hefðu heyrst hrópa: „Út, út, út! Við viljum ykkur ekki í Tijuana.“ Trump fyrirskipaði í aðdraganda kosninganna fyrr í mánuðinum að senda skyldi þúsundir hermanna að landamærunum til þess að tryggja öryggi þar. Frá því að þeir komu að landamærunum hafa hermennirnir lítið haft að gera. Í viðtölum við Vice um miðjan mánuð sögðu hermenn að þeir hefðu verið að koma upp gaddavír en lítið annað gert. Aukinheldur sagði Trump í gær að ef nauðsyn krefur mættu hermenn beita banvænum vopnum gegn þeim sem reyna að komast yfir landamærin. „Ég vona að hermennirnir þurfi þess ekki. En ég á ekki annarra kosta völ. Við erum að fást við afar harðsvírað fólk.“ Alríkisdómari sagði á þriðjudag að Trump mætti ekki neita öllum sem fara yfir landamærin ólöglega um hæli. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað. Forsetinn sagði í tísti í gær að það væri ekki hlutverk dómara að reyna að setja lög um öryggismál og landamærin, né nokkuð annað. „Þeir vita ekkert um þetta og draga úr öryggi. Okkar frábæra löggæslufólk VERÐUR AÐ FÁ AÐ VINNA VINNUNA SÍNA. Ef það má ekki hættum við á glundroða, meiðslum og dauða.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Ameríka Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira