Segir betri tök á innflytjendamálum lykilinn í baráttunni gegn popúlisma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 18:45 Hillary Clinton telur að rekja megi upprisu popúlista í Evrópu og Bandaríkjunum til umræðu um innflytjendur. Getty/Scott Olson Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn. Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn.
Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00