Tíu milljarða fjárfesting hjá Árborg næstu fjögur árin 22. nóvember 2018 09:45 Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Magnús Hlynur Fyrri umræða vegna fjárhagsáætlunar 2019 hjá Sveitarfélaginu Árborg var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir A-hluta er skilað með afgangi, utan þess að gert var ráð fyrir 4 m.kr. afgangi í þeirri áætlun sem lögð var fram fyrir ári síðan. Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúðarhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitarfélaginu. Þannig lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, sem er 15,4% lækkun á skattinum. Skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum, eins og það hefur verið reiknað á undanförnum árum, nær nýju lágmarki árið 2019 m.v. framlagða áætlun og verður 122,7%. Breyting hefur þó orðið á lögum um þetta viðmið og reiknast það 106,7% samkvæmt nýjum reglum. „Bættur rekstur mun gera kleift að bæta þjónustu við íbúa og auka þannig velsæld og ánægju í sveitarfélaginu. Myndarlegur rekstrarafgangur er einnig nauðsynlegur svo sveitarfélagið hafi aukna getu til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum á borð við leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og fráveitu, sem er mikilvægt þegar fjölgun íbúa er eins hröð og nú gerist í Árborg“, segir í greinargerð með tillögunni. Tíu milljarðar í innviði Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Uppbygging íbúðabyggðar í Björkurstykki á Selfossi með um 650 íbúðum og nýjum grunnskóla á svæðinu, uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg á Selfossi, nýr leikskóli á Selfossi og hreinsistöð fráveitu í Ölfusá verða stærstu einstöku fjárfestingarnar á tímabilinu. „Aldrei áður í sögu sveitarfélagsins hefur verið fjárfest jafn mikið í samfélagslegum innviðum og gert verður á næstu fjórum árum. Til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf síðustu ára er mikil fjárfesting framundan á næstu tveimur árum en minnkar á síðari hluta tímabilsins. Meðal annars verður aukinn kraftur verður settur í orku- og vatnsöflun“, segir jafnframt í greinargerðinni. Fréttir Stj.mál Stjórnsýsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fyrri umræða vegna fjárhagsáætlunar 2019 hjá Sveitarfélaginu Árborg var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir A-hluta er skilað með afgangi, utan þess að gert var ráð fyrir 4 m.kr. afgangi í þeirri áætlun sem lögð var fram fyrir ári síðan. Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúðarhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitarfélaginu. Þannig lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, sem er 15,4% lækkun á skattinum. Skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum, eins og það hefur verið reiknað á undanförnum árum, nær nýju lágmarki árið 2019 m.v. framlagða áætlun og verður 122,7%. Breyting hefur þó orðið á lögum um þetta viðmið og reiknast það 106,7% samkvæmt nýjum reglum. „Bættur rekstur mun gera kleift að bæta þjónustu við íbúa og auka þannig velsæld og ánægju í sveitarfélaginu. Myndarlegur rekstrarafgangur er einnig nauðsynlegur svo sveitarfélagið hafi aukna getu til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum á borð við leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og fráveitu, sem er mikilvægt þegar fjölgun íbúa er eins hröð og nú gerist í Árborg“, segir í greinargerð með tillögunni. Tíu milljarðar í innviði Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Uppbygging íbúðabyggðar í Björkurstykki á Selfossi með um 650 íbúðum og nýjum grunnskóla á svæðinu, uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg á Selfossi, nýr leikskóli á Selfossi og hreinsistöð fráveitu í Ölfusá verða stærstu einstöku fjárfestingarnar á tímabilinu. „Aldrei áður í sögu sveitarfélagsins hefur verið fjárfest jafn mikið í samfélagslegum innviðum og gert verður á næstu fjórum árum. Til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf síðustu ára er mikil fjárfesting framundan á næstu tveimur árum en minnkar á síðari hluta tímabilsins. Meðal annars verður aukinn kraftur verður settur í orku- og vatnsöflun“, segir jafnframt í greinargerðinni.
Fréttir Stj.mál Stjórnsýsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira