Skýr skilaboð Rannveig Magnúsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Landvernd styður heilshugar við bann á burðarplastpokum og öðrum einnota plastvörum. Rökin fyrir því eru skýr. Bann á burðarplastpokum kemur til skila mikilvægum skilaboðum um skaðsemi þeirra og annars einnota plasts. Slík vitundarvakning hefði mun víðtækari áhrif heldur en eingöngu á notkun pokanna og væri þannig mikilvægt skref í átt að því að breyta neysluvenjum Íslendinga, en ofneysla mannsins er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heims. Einungis hluti af burðarplastpokum endar í plastendurvinnslu. Urðun á þeim skapar framtíðarvandamál og plastpokar valda miklum skaða þegar þeir lenda úti í náttúrunni. Þótt burðarplastpokar séu ekki stærsti hluti plastmengunar í heiminum þá skipta þeir samt máli í víðara samhengi. Það að banna notkun þeirra sendir skýr skilaboð, nær til flestra heimila og rímar við fyrirhugað bann í Evrópu á öðrum einnota plastvörum. Rétt er að hafa í huga að erlendar lífsferilsgreiningar sem gerðar hafa verið á burðarplastpokum og fjölnota pokum eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Í nýlegri danskri lífsferilsgreiningu, sem töluvert hefur verið vitnað til, eru plastpokar sagðir koma best út en þar er gert ráð fyrir að þeir lendi í endurvinnslufarvegi. Aðstæður erlendis eru hins vegar oft afar ólíkar þeim íslensku. Urðun er til dæmis ekki ásættanlegur endurvinnslufarvegur í neinu samhengi, en þar lendir stór hluti íslenskra burðarplastpoka, sem „pokarnir undir ruslið“. Í dönsku lífsferilsgreiningunni vantar einnig algjörlega greiningu á umhverfisáhrifum á þeim pokum sem lenda úti í náttúrunni, þar á meðal í sjó þar sem þeir valda mestum skaða. Fjölnota pokar eru misumhverfisvænir og afar fróðlegt er að bera vistspor þeirra saman. Bómullarpokar eru skiljanlega með hátt vistspor og þannig poka þarf að nota oft til að þeir borgi sig umhverfislega séð. Allt öðru máli gegnir um poka sem unnir eru úr endurnýttu efni, hvort sem það er bómull, plast, lífplast eða annað, en þannig pokar voru ekki settir í samanburð í dönsku lífsferilsgreiningunni. Með stórbættri samræmdri endurvinnslu á öllu landinu, þar sem lífrænum úrgangi yrði safnað sér, ætti næstum ekkert að falla til á heimilum sem færi í almenna ruslið. Og það er einmitt þetta almenna rusl sem virðist vera það sem kallar mest á notkun á burðarplastpokum. Kynslóð eftir kynslóð hefur orðið háð því að nota plastpoka í ruslið og kominn tími til breytinga. Hér geta stjórnvöld svo auðveldlega gripið inn í, með vitundarvakningu um einnota plast, banni á burðarplastpokum og nýjum endurvinnslulausnum í sátt við fólk og náttúru.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun