Skoðun

Mér finnst rigningin góð (en leiðinleg)

Jóhann Tryggvason skrifar
Ég tel mig ekki hafa meira vit á rigningu eða snjókomu heldur en aðrir á Suðvesturlandinu, sem sáu varla til sólar vegna rigningar síðastliðið sumar. Ég fékk því upplýsingar hjá Umhverfisstofnun og spurði: „Hvernig hefur loftslagsmengun verið háttað síðustu ár á Reykjavíkursvæðinu og hefur hún farið versnandi eða batnandi eða staðið í stað?“

Mér til undrunar var svarið: „Mengun í andrúmslofti á Reykjavíkursvæðinu hefur farið batnandi á þrjátíu ára tímabili.“ Undrun mín var mikil að heyra þetta svar enda talið að mengun færi versnandi ári til árs og því yrðu allir að skipta út bensín- og dísilbílum sínum fyrir rafbíla. Þegar ég var ungur heyrði ég oft eldra fólk segja eftir rigningu, en þó sérstaklega eftir stórkorna snjókomu í logni: „Finnið þið hvað andrúmsloftið er tært eftir snjókomuna?“ og bættu svo við: „Úrkoman hreinsar andrúmsloftið fyrir okkur,“ og er ennþá að því og þó að við höfum ekið um á bensín- og dísilbílum undanfarið fer mengunin minnkandi á þrjátíu ára tímabili.

Ég er ekki mjög hrifinn af rafmagnstækjum sem ganga fyrir rafhlöðum, hafandi átt fimm rafmagnsborvélar sem gengu alltaf í styttri og styttri tíma í einu og urðu kraftminni í hvert sinn, þó að þær væru hlaðnar eftir hverja notkun. Ekki var hægt að fá nýjar rafhlöður fyrir minna verð en það sem ný borvél kostaði með rafhlöðu og að kaupa nýjan rafmagnsbíl á fimm ára fresti og þurfa að henda þeim eldri er ekki gott því hver mundi vilja kaupa rafmagnsbíl með ónýtum rafhlöðum ef ný rafhlaða myndi kosta meira heldur en nýr rafmagnsbíll með nýrri rafhlöðu?




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×