Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:45 Orlof á fullum launum, systkinaforgangur og leikskólapláss frá eins árs, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sjáanleg lækkun höfuðstóls í hverjum mánuði. Nei þetta er ekki útópía. Þetta er líf margra Íslendinga í Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Hvenær á svo að flytja heim? Þeir sem eru búsettir erlendis þekkja eflaust spurninguna “jæja, hvenær á svo að flytja heim”? Þó baklandið kalli eru aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi ekki nógu góðar í samanburði við þær sem við fjölskyldan njótum í Danmörku. Það var alltaf planið að flytja heim, en þegar betur er að gáð fylgir þessari ákvörðun fórnarkostnaður. Ísland fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Við fjölskyldan nutum þess að ganga að leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi, eitthvað sem foreldrar á Íslandi ganga sannarlega ekki að vísu. Endalausir biðlistar hjá dagforeldrum og leikskólum valda óvissu og streitu fyrir fjölskyldur. Foreldrar standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að ákveða hvort þeirra á að vera lengur frá vinnu. Oftar en ekki er tekjulægri aðilinn lengur heima. Með kynbundnum launamun er það yfirleitt konan sem þannig setur sinn vinnuferil á pásu með tilheyrandi tekjutapi og vítahringurinn heldur áfram. Getum við í alvöru sagt að Ísland sé fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Mönnunarvandi og verkföll Óvissuþættirnir eru margir þegar kemur að leikskólamálum. Mönnunarvandi er daglegt brauð á mörgum leikskólum með tilheyrandi áhrifum á foreldra og vinnuveitendur. Ofan á það hefur nú staðið yfir verkfall í nokkrar vikur sem ekki sér fyrir endann á. Foreldrar þurfa að taka frí eða launalaust leyfi frá vinnu með tilheyrandi tekjutapi og auka álagi. Háar afborganir vegna hækkandi fasteignaverðs og vaxta valda því að margar fjölskyldur eiga erfitt með að ná endum saman. Margir íbúðareigendur þurfa að horfa á mánaðarlegar afborganir gufa upp í vexti og verðbætur og lítið sem ekkert fer inn á höfuðstólinn. X-Hvað? Nú þegar alþingiskosningar eru á næsta leiti verður spennandi að sjá hvaða breytingar stjórnmálaflokkar boða í málefnum barnafjölskyldna. Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Það er mikill fjöldi Íslendinga um allan heim sem veigrar sér við að koma heim vegna óboðlegs ástands og sér ekki hvernig dæmið á að ganga upp. Megið endilega láta mig vita X-hvað ég á að kjósa. Höfundur er tveggja barna móðir, búsett í Kaupmannahöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Orlof á fullum launum, systkinaforgangur og leikskólapláss frá eins árs, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sjáanleg lækkun höfuðstóls í hverjum mánuði. Nei þetta er ekki útópía. Þetta er líf margra Íslendinga í Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Hvenær á svo að flytja heim? Þeir sem eru búsettir erlendis þekkja eflaust spurninguna “jæja, hvenær á svo að flytja heim”? Þó baklandið kalli eru aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi ekki nógu góðar í samanburði við þær sem við fjölskyldan njótum í Danmörku. Það var alltaf planið að flytja heim, en þegar betur er að gáð fylgir þessari ákvörðun fórnarkostnaður. Ísland fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Við fjölskyldan nutum þess að ganga að leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi, eitthvað sem foreldrar á Íslandi ganga sannarlega ekki að vísu. Endalausir biðlistar hjá dagforeldrum og leikskólum valda óvissu og streitu fyrir fjölskyldur. Foreldrar standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að ákveða hvort þeirra á að vera lengur frá vinnu. Oftar en ekki er tekjulægri aðilinn lengur heima. Með kynbundnum launamun er það yfirleitt konan sem þannig setur sinn vinnuferil á pásu með tilheyrandi tekjutapi og vítahringurinn heldur áfram. Getum við í alvöru sagt að Ísland sé fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Mönnunarvandi og verkföll Óvissuþættirnir eru margir þegar kemur að leikskólamálum. Mönnunarvandi er daglegt brauð á mörgum leikskólum með tilheyrandi áhrifum á foreldra og vinnuveitendur. Ofan á það hefur nú staðið yfir verkfall í nokkrar vikur sem ekki sér fyrir endann á. Foreldrar þurfa að taka frí eða launalaust leyfi frá vinnu með tilheyrandi tekjutapi og auka álagi. Háar afborganir vegna hækkandi fasteignaverðs og vaxta valda því að margar fjölskyldur eiga erfitt með að ná endum saman. Margir íbúðareigendur þurfa að horfa á mánaðarlegar afborganir gufa upp í vexti og verðbætur og lítið sem ekkert fer inn á höfuðstólinn. X-Hvað? Nú þegar alþingiskosningar eru á næsta leiti verður spennandi að sjá hvaða breytingar stjórnmálaflokkar boða í málefnum barnafjölskyldna. Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Það er mikill fjöldi Íslendinga um allan heim sem veigrar sér við að koma heim vegna óboðlegs ástands og sér ekki hvernig dæmið á að ganga upp. Megið endilega láta mig vita X-hvað ég á að kjósa. Höfundur er tveggja barna móðir, búsett í Kaupmannahöfn.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun