Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2024 07:16 Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun