Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. nóvember 2018 15:56 Andstæðingar stóriðju í Helguvík drógu fána United Silicon í hálfa stöng í janúar. Vísir/eyþór Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. Undirbúningur til þess að standsetja og koma starfsemi af stað í kísilmálsmverksmiðjunni í Helguvík er í fullum gangi en félagið Stakksberg, sem stofnað var um reksturinn áformar að leggja í 4,5 milljarða króna fjárfestingu í útbætur á verksmiðjunni. Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon, eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag um reksturinn, en í tilkynningu á að reyna miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórn ætli sér að tryggja aðkomu bæjarbúa að þeirri ákvörðun um hvort kísilmálmverksmiðjan fari í rekstur. „Þetta er gríðarlega stór ákvörðunartaka ef að það verður niðurstaðan að verksmiðjan fer aftur í gang enda saga hennar fordæmalaus og sérstök, ekki bara fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar heldur á Íslandi,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birta á vef skipulagsstofnunnar í gær og hafa íbúar frest til 5. desember til þess að skila inn athugasemdum. Eins og fram kom fyrr á árinu, þegar farið var að skoða rekstur United Silicon, kom í ljós að byggingar á lóð verksmiðjunnar reyndust ekki í samræmi við deiliskipulag Reykjanesbæjar. Sumar þeirra eru of háar miðað við teikningar og sumar utan lóðar. „Nú er bærinn að vinna í því að leita leiða og sjá hvað hægt er að gera og þannig er staðan. Það tekur sinn tíma að fá niðurstöðu í það,“ segir Jóhann Friðrik. Þrátt fyrir fyrirætlanir og fögur fyrirheit nýs rekstrarfélags hefur forseti bæjarstjórnar litla trú á því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur. „Ég er auðvitað efins um það bara í ljósi sögunnar. það er auðvitað þeirra að fara í gegnum ferlið og við munum fylgjast grannt með því,“ segir Jóhann Friðrik. Nýja rekstrarfélagið, Stakksberg ehf. hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld vegna kísilmálmverksmiðjunnar og hefst fundurinn klukkan átta. Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. Undirbúningur til þess að standsetja og koma starfsemi af stað í kísilmálsmverksmiðjunni í Helguvík er í fullum gangi en félagið Stakksberg, sem stofnað var um reksturinn áformar að leggja í 4,5 milljarða króna fjárfestingu í útbætur á verksmiðjunni. Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon, eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag um reksturinn, en í tilkynningu á að reyna miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórn ætli sér að tryggja aðkomu bæjarbúa að þeirri ákvörðun um hvort kísilmálmverksmiðjan fari í rekstur. „Þetta er gríðarlega stór ákvörðunartaka ef að það verður niðurstaðan að verksmiðjan fer aftur í gang enda saga hennar fordæmalaus og sérstök, ekki bara fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar heldur á Íslandi,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birta á vef skipulagsstofnunnar í gær og hafa íbúar frest til 5. desember til þess að skila inn athugasemdum. Eins og fram kom fyrr á árinu, þegar farið var að skoða rekstur United Silicon, kom í ljós að byggingar á lóð verksmiðjunnar reyndust ekki í samræmi við deiliskipulag Reykjanesbæjar. Sumar þeirra eru of háar miðað við teikningar og sumar utan lóðar. „Nú er bærinn að vinna í því að leita leiða og sjá hvað hægt er að gera og þannig er staðan. Það tekur sinn tíma að fá niðurstöðu í það,“ segir Jóhann Friðrik. Þrátt fyrir fyrirætlanir og fögur fyrirheit nýs rekstrarfélags hefur forseti bæjarstjórnar litla trú á því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur. „Ég er auðvitað efins um það bara í ljósi sögunnar. það er auðvitað þeirra að fara í gegnum ferlið og við munum fylgjast grannt með því,“ segir Jóhann Friðrik. Nýja rekstrarfélagið, Stakksberg ehf. hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld vegna kísilmálmverksmiðjunnar og hefst fundurinn klukkan átta.
Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00
Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30