Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 08:19 Maðurinn setti sig í samband við drengina í gegnum Snapchat og spjallþræði á netinu. Getty/Thomas Trutschel Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019. Norðurlönd Noregur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019.
Norðurlönd Noregur Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira