Á hlaðborðinu er að sjálfssögðu safaríkur kalkúnn með gómsætri fyllingu.Hótel Cabin
Þakkargjörðarveisla hefur verið haldin Á hótel Cabin í nokkur ár með ljúffengu kalkúnahlaðborði. Veislan er alltaf haldin í hádeginu á þakkagjörðardag sem núna er fimmtudaginn 22. nóvember og einnig föstudag 23. nóvember og þá bæði í hádeginu og um kvöldið.
Geir Gígja, markaðsstjóri Hótel Cabin segir borðin svigna undan ljúffengum veitingum upp á ameríska vísu.
„Á hlaðborðinu eru auðvitað safaríkur kalkúnn með gómsætri fyllingu, sætar kartöflur, brúnaðar kartöflur, hrásalat, gular baunir, rauðkál og rauðbeður ásamt eplasalati. Í eftirrétt er svo gómsæt Pecan pie með rjóma."
Í eftirrétt er gómsæt Pecan pie með rjóma."Stemmingin er örlítið lágstemmdari í hádeginu en föstudagskvöldið er uppdekkuð borð og ljúfir djasstónar hljóma undir borðhaldi. Verðinu er stillt í hóf en í hádeginu er það aðeins 3.300 krónur á mann og 4.400 krónur á föstudagskvöld. Það er tilvalið að taka alla fjölskylduna með en börn 5 ára og yngri fá frítt og 6 til 12 ára greiða 50% af verðinu,“ útskýrir Geir.
Ljúfur jazz leikinn fyrir gesti meðan á borðhaldi stendur.Þakkargjörðarveislan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og því vissara að taka frá borð. Bókanir má gera gegnum booking@hotelcabin.is eða í síma 511-6030.
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Hótel Cabin