Þættirnir heita „The Grind with Gunnar Nelson“ og þar er fylgst ítarlega með undirbúningi Gunnars. Það er gaman að sjá á bak við tjöldin enda liggur mikil vinna í því að undirbúa sig fyrir bardaga.
Gunnar mun mæta Brasilíumanninum Alex „Cowboy“ Oliveira í Kanada þann 8. desember næstkomandi. Bardaginn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.