Breytingar voru gerðar á UFC 231 í Toronto í gær. Á meðal þess sem breyttist er að bardagi Gunnars Nelson og Alex Oliveira verður á aðalhluta kvöldsins.
Upphaflega átti bardagi Gunnars að vera aðalupphitunarbardaginn en þar sem Mirsad Bektic meiddist og getur ekki barist við Renato Moicano hefur þurft að stokka aðeins spilin.
Bardagi Hakeem Dawodu gegn Kyle Bochniak hefur einnig verið færður upp. Síðasti upphitunarbardaginn verður nú rimma Claudiu Gadelha og Ninu Ansaroff.
Bardagi Gunnars er annar bardaginn á aðalhluta kvöldsins þar sem fara fram fimm bardagar. Kvöldið fer fram laugardaginn 8. desember og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
