Uppstoppaður Hrútshaus í jólagjöf Magnús Hlynur Hreiðarsson. skrifar 9. desember 2018 20:15 Einn færasti uppstoppari landsins hefur vart undan að stoppa upp fallega hausa að vel hyrndum hrútum, þó hún sé sérhæfð í að stoppa upp fugla. Tófur og minkar eru líka í uppáhaldi hjá uppstopparanum. Bílskúr við Miðtún á Selfossi er vinnustaður Brynju Davíðsdóttur, hamskera eða uppstoppara eins og oftast er talað um. Á hillunum má sjá fullt af fallegum dýrum sem hún hefur stoppað upp og marga hrútshausa en þeir eru aðal vinnan hjá Brynju þessa dagana, enda líklegt að einhverjir fái innpakkaðan hrútshaus eða fugl í jólagjöf. Brynja lærði uppstoppun í Skotlandi. „Ég er hér að vinna önd og svo ég hef verið að finna hrútshausa undanfarnar vikur og það er fullt af fuglum sem bíða mín í uppstoppun fyrir jól“, segir Brynja. En út á hvað gengur vinnan hennar? „Frá minni hálfu gengur þetta út á náttúrufræðslu, það hefur alltaf snúist um það að fólk, og sérstaklega börn fái að umgangast og hafa nálægt sér þessa hluti sem þau geta þá spekúlerað í og hugsað þá um lífríkið og það sem er í kringum og það sem við þurfum að hugsa vel um. Það hefur alltaf verið hugsunin á bak við þetta hjá mér“. Brynja horfist hér í augun við Prúð en hann var ákaflega gæfur og skemmtilegur hrútur.Brynja er sérhæfð í að stoppa upp fugla enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna þegar fuglar eru annars vegar, hún vann til dæmis önnur og þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti sem haldið var í Salzburgh í febrúar á þessu ári fyrir heiðlóuunga og sandlóu. En aftur af hrútunum, hvað getur Brynja sagt okkur um þennan fallega hrútshaus? „Hann hét Prúður þessi og það var leitað til mín áður en hann var felldur og ég spurð hvort ég gæti stoppað hann upp. Þetta var mikill dálætishrútur á bænum, geðslagið var alveg sérstakt og það var mikið kjassað við hann. Ég vona að eigendurnir fyrirgefi mér að koma með hann hér í fréttirnar en þau báðu mig sérstaklega að hafa hann með ljúft augnaráð þannig að karakterinn skilað sér“, segir Brynja. Brynja hefur sérhæft sig í að stoppa fugla og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir þá vinnu í gegnum árin. Hér eru nokkrir af fuglunum hennar.Magnús Hlynur Dýr Landbúnaður Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Einn færasti uppstoppari landsins hefur vart undan að stoppa upp fallega hausa að vel hyrndum hrútum, þó hún sé sérhæfð í að stoppa upp fugla. Tófur og minkar eru líka í uppáhaldi hjá uppstopparanum. Bílskúr við Miðtún á Selfossi er vinnustaður Brynju Davíðsdóttur, hamskera eða uppstoppara eins og oftast er talað um. Á hillunum má sjá fullt af fallegum dýrum sem hún hefur stoppað upp og marga hrútshausa en þeir eru aðal vinnan hjá Brynju þessa dagana, enda líklegt að einhverjir fái innpakkaðan hrútshaus eða fugl í jólagjöf. Brynja lærði uppstoppun í Skotlandi. „Ég er hér að vinna önd og svo ég hef verið að finna hrútshausa undanfarnar vikur og það er fullt af fuglum sem bíða mín í uppstoppun fyrir jól“, segir Brynja. En út á hvað gengur vinnan hennar? „Frá minni hálfu gengur þetta út á náttúrufræðslu, það hefur alltaf snúist um það að fólk, og sérstaklega börn fái að umgangast og hafa nálægt sér þessa hluti sem þau geta þá spekúlerað í og hugsað þá um lífríkið og það sem er í kringum og það sem við þurfum að hugsa vel um. Það hefur alltaf verið hugsunin á bak við þetta hjá mér“. Brynja horfist hér í augun við Prúð en hann var ákaflega gæfur og skemmtilegur hrútur.Brynja er sérhæfð í að stoppa upp fugla enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna þegar fuglar eru annars vegar, hún vann til dæmis önnur og þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti sem haldið var í Salzburgh í febrúar á þessu ári fyrir heiðlóuunga og sandlóu. En aftur af hrútunum, hvað getur Brynja sagt okkur um þennan fallega hrútshaus? „Hann hét Prúður þessi og það var leitað til mín áður en hann var felldur og ég spurð hvort ég gæti stoppað hann upp. Þetta var mikill dálætishrútur á bænum, geðslagið var alveg sérstakt og það var mikið kjassað við hann. Ég vona að eigendurnir fyrirgefi mér að koma með hann hér í fréttirnar en þau báðu mig sérstaklega að hafa hann með ljúft augnaráð þannig að karakterinn skilað sér“, segir Brynja. Brynja hefur sérhæft sig í að stoppa fugla og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir þá vinnu í gegnum árin. Hér eru nokkrir af fuglunum hennar.Magnús Hlynur
Dýr Landbúnaður Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira