Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 08:00 Frá COP24-loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Vísir/EPA Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Póllandi samþykkti ályktun þar sem nýrri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hnattrænna hlýnunar hefði verið fagnað. Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í nóvember. Aðildarríkin höfðu óskað eftir að hún yrði tekin saman eftir að samþykkt var í Parísarsamkomulaginu árið 2015 að reyna að halda hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Niðurstöður skýrslunnar vöktu mikla athygli, ekki síst að heimsbyggðin sé víðsfjarri því að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun mannkynsins verði hlýnunin nær 3°C fyrir lok aldarinnar. Draga þurfi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þegar fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi ætluðu að álykta um að þeir tækju skýrslunni opnum örmum andmæltu fulltrúar ríkjanna fjögurra. Þeir kröfðust þess að í ályktuninni segðist fundurinn veita skýrslunni „eftirtekt“. Kröfurnar leiddu til langdreginna samningaviðræðna um málamiðlun um orðalag ályktunarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. Bandaríkjamenn, Rússar, Sádar og Kúveitar sátu fastir við sinn keip og komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti nokkuð um vísindaskýrsluna. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að þegar ráðherrar mæta til fundarins nú í vikunni muni þeir aftur reyna að gera skýrsluna að miðpunkti ráðstefnunnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin voru leiðandi þegar Parísarsamkomulagið var fyrst gert í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Eftir að Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti hefur ríkisstjórn hans tilkynnt um að hún ætli að draga sig úr samkomulaginu og dregið til baka nær allar loftslagsaðgerðir heima fyrir. Bandaríkin senda enga háttsetta embættismenn á loftslagsráðstefnuna að þessu sinni. Bandaríkin Loftslagsmál Mið-Austurlönd Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Póllandi samþykkti ályktun þar sem nýrri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hnattrænna hlýnunar hefði verið fagnað. Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í nóvember. Aðildarríkin höfðu óskað eftir að hún yrði tekin saman eftir að samþykkt var í Parísarsamkomulaginu árið 2015 að reyna að halda hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Niðurstöður skýrslunnar vöktu mikla athygli, ekki síst að heimsbyggðin sé víðsfjarri því að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun mannkynsins verði hlýnunin nær 3°C fyrir lok aldarinnar. Draga þurfi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þegar fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi ætluðu að álykta um að þeir tækju skýrslunni opnum örmum andmæltu fulltrúar ríkjanna fjögurra. Þeir kröfðust þess að í ályktuninni segðist fundurinn veita skýrslunni „eftirtekt“. Kröfurnar leiddu til langdreginna samningaviðræðna um málamiðlun um orðalag ályktunarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. Bandaríkjamenn, Rússar, Sádar og Kúveitar sátu fastir við sinn keip og komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti nokkuð um vísindaskýrsluna. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að þegar ráðherrar mæta til fundarins nú í vikunni muni þeir aftur reyna að gera skýrsluna að miðpunkti ráðstefnunnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin voru leiðandi þegar Parísarsamkomulagið var fyrst gert í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Eftir að Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti hefur ríkisstjórn hans tilkynnt um að hún ætli að draga sig úr samkomulaginu og dregið til baka nær allar loftslagsaðgerðir heima fyrir. Bandaríkin senda enga háttsetta embættismenn á loftslagsráðstefnuna að þessu sinni.
Bandaríkin Loftslagsmál Mið-Austurlönd Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34
Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00