Telur makrílsdóm Hæstaréttar skapa vafa um sameign þjóðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 14:23 Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00
Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00
Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41