Sport

Segir Gunnar geta farið fimm lotur af fullum krafti

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Unnar Helgason er spenntur fyrir badaganum.
Unnar Helgason er spenntur fyrir badaganum.
Maðurinn sem hefur aðstoðað við að koma Gunnari í form lífs síns heitir Unnar Helgason og er styrktar og þrekþjálfari. Þeirra samstarf hefur augljóslega gengið frábærlega eins og sjá má á Gunnari.

„Þetta er samspil. Það er hægt að nördast fram og til baka með þjálfun en fyrst og fremst snýst þetta um að hafa þetta mjög fjölbreytt,“ segir Unnar hógvær.

„UFC og MMA er fjölbreytt og hvað menn þurfa að geta. Gunni hafði mikinn styrk fyrir sem og sprengikraft. Við þurftum að vinna mikið í þrekinu hans og það hefur gengið gríðarlega vel. Excel-skjalið segir að hann hafi bætt sig mjög mikið. Ég er spenntur að sjá hvernig þetta fer.“

Unnar er gríðarlega ánægður með samstarfið við Gunnar og segir það vera skemmtilegt.

„Gunnar er fagmaður fram í fingurgóma og ekki flókið að koma honum í vinnu. Hann hlýðir vel og er viljugur. Það er hluti af okkar samstarfi. Þetta þarf að vera gaman og fjölbreytt. Það hefur gengið vel.“

Á meðan flestir vonast eftir því að Gunnar klári bardagann sem allra fyrst þá væri Unnar til í að sjá nokkrar lotur því hann veit að Gunnar hefur orkuna.

„Ef excelskjalið lýgur ekki þá getur hann farið fimm lotur af fullum krafti. Ég hef ekki áhyggjur af þeim hluta.“

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.





MMA

Tengdar fréttir

Fjör á fjölmiðladegi UFC | Myndband

Margt fyndið og skemmtilegt gerðist á fjölmiðladegi UFC í gær þar sem átta bardagakappar komu til þess að láta ljós sitt skína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×